107 Samfélagsgreinar Saga og trúarbragðafræði | yngsta stig Trúarbrögðin okkar | N | N | K | H Trúarbrögðin okkar er námsbók í trúarbragðafræði fyrir yngstu bekkina. Hún kynnir fimm trúarbrögð – búddatrú, hindúatrú, kristni, íslam og gyðingdóm – út frá sjónarhóli barna. Bókin stuðlar að umburðarlyndi og sýnir að vinátta og virðing þrífst þótt siðir og trú séu ólík. Efnið er einnig fáanlegt með íslensku táknmáli. Komdu og skoðaðu … | N | N | K Kennsluefnið Komdu og skoðaðu … samanstendur af 15 myndrænum og fræðandi nemendabókum. Hver bók fjallar um ákveðið viðfangsefni og veitir nemendum innsýn í náttúru, samfélag, tækni og sögu. Fjórar rafbækur eru með lesnum texta, myndböndum, orðskýringum og viðbótarefni en þær eru Komdu og skoðaðu … umhverfið, hafið, eldhúsið og eldgos. Fjórar bækur eru aðgengilegar með íslensku táknmáli en þær eru Komdu og skoðaðu … bílinn, eldgos, himingeiminn og íslenska þjóðhætti. Lífið fyrr og nú – stutt Íslandssaga | N | N | H Lífið fyrr og nú er sögubók skrifuð á einföldu máli. Markmiðið er að efla skilning á mannlífi fyrri tíma. Myndefnið er ríkt og styður lesturinn. Efnið er einnig fáanlegt með íslensku táknmáli. Íslandskort barnanna | VS Íslandskort barnanna er stórt veggspjald með líflegri teikningu af landinu. Kortið sýnir náttúruperlur, sögustaði og örnefni og tengir við sögulega viðburði. Á jaðri þess er fróðleikur um helstu atburði og persónur úr sögu Íslands. Hentar vel í landafræði- og sögukennslu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=