106 Samfélagsgreinar Landafræði | unglingastig Um víða veröld | N | N | K | H Um víða veröld – Jörðin Fjallað er um þau náttúruöfl sem móta jörðina og hvernig maðurinn hefur leitast við að kortleggja heiminn og skipuleggja umhverfi sitt. Auðlindir jarðar og nýting þeirra í nútíð og framtíð fá góða umfjöllun. Um víða veröld – Heimsálfur Í bókinni er fjallað um efnahagslega og félagslega þróun ólíkra svæða heimsins og það hvernig maðurinn byggir og nýtir jörðina. Einnig heimsálfurnar og einkenni þeirra sem og auðlindir hafsins. Lönd heimsins | VE Á vefnum Lönd heimsins er að finna gagnagrunn með fjölbreyttum upplýsingum um ríki heims. Þar má meðal annars finna gögn um menningu, stjórnarfar, stærð, íbúafjölda og lífskjör í hverju landi. Fræðslumyndir | M Austur-Grænland, á ísnum Mynd tekin síðla vetrar í nyrstu byggðum við Scoresbysund. Austur-Grænland, fólk á ferð Fjallar um rannsóknir mannfræðinga á Austur-Grænlandi. Ein jörð – fræðslumyndaflokkur Ferðalag um ólík svæði heimsins með áherslu á menningu, lífshætti og samfélagsbreytingar. Lönd sem fjallað er um: Indland, Tyrkland, Taíland og Eystrasaltslöndin. Ríki heims – fræðslumyndaflokkur Þverfaglegt efni um hagkerfi, þróun og menningu í ýmsum heimshlutum. Meðal viðfangsefna eru: Kína, Indland, Suður-Ameríka, Japan, Brasilía, Afríka sunnan Sahara, Amason, Indónesía, Suður-Asía.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=