105 Samfélagsgreinar Landafræði | miðstig Vefrallý um Ísland | V Verkefni til útprentunar þar sem nemendur vinna fræðslu- og leitaverkefni í tengslum við Kortavefsjá af Íslandi með hjálp upplýsinga á netinu. Vefrallý um Norðurlönd | V Verkefni til útprentunar sem tengjast bókinni Norðurlönd. Nemendur leita sér upplýsinga á netinu og merkja inn á kort. Heimsreisa | VE Tilgangur vefsins Heimsreisa er kenna nemendum að nota vefinn Google Earth. Á vefnum fer fram kennsla í því hvernig hægt er að gera Google Earth að öflugu náms- og kennsluverkfæri. Verkefnin eru sniðin að nemendum og miða að því að auka hæfni þeirra í notkun Google Earth hvort heldur er í skólum eða utan hans. Ísland, landið okkar | N | N | K Landafræðibók ætluð nemendum sem ekki geta notað almennt námsefni. Í henni er fjallað um landslag og merkilega staði á Íslandi í stuttum köflum með skýrum og aðgengilegum texta, ljósmyndum og teikningum. Bókin hentar einkum á mið- og unglingastigi og hefur verið endurskoðuð með nýjum myndum og orðskýringum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=