104 Samfélagsgreinar Landafræði | miðstig Ísland – Hér búum við | N | V | N | V | K | H Bókin fjallar um Ísland og veitir innsýn í íslenskt samfélag. Fjallað er um kortalestur, náttúru, auðlindir, atvinnulíf og umhverfismál. Landinu er skipt í landshluta og skoðuð eru sérkenni hvers svæðis, svo sem náttúru, mannlíf og samgöngur. Einnig er sjónum beint að heimabyggð nemenda. Norðurlönd | N | V | N | V | K | H Fjallað er um einkenni og sérstöðu Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, s.s. náttúru, samfélag og menningu. Efnið veitir nemendum innsýn í tengsl og fjölbreytileika Norðurlandanna. Evrópa | N | V | N | V | K | H Í bókinni er fjallað um álfuna í heild og svo einstök svæði og lönd út frá náttúru, atvinnuháttum, mannlífi og samvinnu. Bókin skiptist í þrennt, fyrst er fjallað almennt um Evrópu, síðan fjögur svæði hennar (Norður-, Vestur-, Austur- og Suður-Evrópa) og að lokum samvinnu Evrópuþjóða. Kortavefsjá af Íslandi | VE Kortavefsjáin er gagnvirkur vefur með fjölbreyttum upplýsingum um Ísland. Þar má finna staðsetningu og fróðleik um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og þjóðgarða, ásamt myndum af mörgum stöðum. ísland – Hér búum við íslanD Hér búum við Kennslubók þessi í landafræði er einkum ætluð nemendum á miðstigi í grunnskóla. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um kort og kortalestur, náttúru Íslands, náttúruauðlindir, atvinnulíf og umhverfi. Í öðrum hluta bókarinnar hefur landinu verið skipt upp og er rætt sérstaklega um hvern landshluta fyrir sig: Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og hálendið. Í hverjum landshlutakafla er fjallað um sérkenni náttúru, mannlíf, atvinnulíf og samgöngur, auk þess sem valdir staðir eru skoðaðir. Köflunum fylgja líka falleg kort svo auðveldara sé að átta sig á ýmsum staðreyndum. Í þriðja hluta bókarinnar er örstutt umfjöllun um heimabyggðina. Þar er sjónum beint að nærumhverfi nemenda. Ítarlegar er unnið með þann hluta í verkefnabók sem fylgir kennslubókinni. Bókinni fylgir einnig hljóðbók og kennsluleiðbeiningar. Höfundur bókarinnar er Hilmar Egill Sveinbjörnsson landfræðingur og kennari. 07334 Hér búum við
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=