Kynningarskrá 2025

101 Samfélagsgreinar Lífsleikni | unglingastig Margt er um að velja | V | V | K Margt er um að velja er hagnýtt námsefni sem byggist á 19 verkefnablöðum sem fjalla um sjálfsþekkingu, skólakerfi og atvinnulíf með það að markmiði að nemendur öðlist færni í að meta eigin styrkleika og velja nám og starf í samræmi við aðstæður og áhugasvið. Stefnan sett! – Um náms- og starfsval | VE Á vefnum má finna fjölbreytt verkefni og kennsluleiðbeiningar sem hægt er að prenta út, ásamt krækjum á vefi framhaldsskóla, stofnana og ýmiskonar stuðningsefni, t.d. um námstækni og vinnuvernd. Náðu tökum á náminu – Námstækni | N Náðu tökum á náminu! er lítið kver með hagnýtum leiðbeiningum um hvernig bæta má námsvenjur og árangur. Fjallað er um markmiðasetningu, tímastjórnun, einbeitingu, heilbrigðar lífsvenjur og hvernig takast má á við prófkvíða. Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla | VE Markmiðið er að kynna nemendum áhrifaríkar leiðir til að bæta námsvenjur og setja sér raunhæf markmið. Fjallað er í stuttu og skýru máli um ellefu lykilþætti, svo sem tímastjórnun, einbeitingu, minni, lestrar- og glósutækni, hugarfar og sjálfstæð vinnubrögð. Náms- og starfsfræðsla Kennsluleiðbeiningar Berglind Melax Berglind Helga Sigurþórsdóttir Helga Helgadóttir Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir 40202 Margt er um að velja Áður fyrr var það reglan að fólk var í sama starfinu ævina út. Í dag er reglan sú að fólk skiptir oft um starf vegna örra breytinga í atvinnulífinu. Því má segja að starfsferillinn breyti oft um ásýnd. Þetta er á ensku kallað “protean career” og er þá vitnað í gríska guðinn Proteus sem gat breytt sér í margs konar skepnur. Teikningar Högna Sigurþórssonar vísa í sögnina af guðinum Proteusi. Það er starfsferill af þessari gerð sem flestir unglingar eiga fyrir höndum og það er tilgangur þessa efnis að búa þau sem best undir síbreytilegan starfsferil. Náms- og starfsfræðsla Verkefnablöð Berglind Melax Berglind Helga Sigurþórsdóttir Helga Helgadóttir Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir 40202 Margt er um að velja Áður fyrr var það reglan að fólk var í sama starfinu ævina út. Í dag er reglan sú að fólk skiptir oft um starf vegna örra breytinga í atvinnulífinu. Því má segja að starfsferillinn breyti oft um ásýnd. Þetta er á ensku kallað “protean career” og er þá vitnað í gríska guðinn Proteus sem gat breytt sér í margs konar skepnur. Teikningar Högna Sigurþórssonar vísa í sögnina af guðinum Proteusi. Það er starfsferill af þessari gerð sem flestir unglingar eiga fyrir höndum og það er tilgangur þessa efnis að búa þau sem best undir síbreytilegan starfsferil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=