Kynningarskrá 2025

100 Samfélagsgreinar Lífsleikni | unglingastig Kynbundið ofbeldi og skólakerfið – Kennarahandbók | K Handbók fyrir starfsfólk skóla sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Hún byggir á aðgerðaráætlun stjórnvalda og er liður í því að efla þekkingu skólasamfélagsins á ofbeldi, viðbrögðum og stuðningi við börn og ungmenni. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að ná til bæði brotaþola og styðja í átt að betri líðan og til mögulegra gerenda með það að markmiði að uppræta kynferðislegt ofbeldi. Eru fjármál stórmál? | N | K Í efninu er fjallað á skýran og hagnýtan hátt um allt það helsta sem snýr að fjármálum ungs fólks – þar á meðal sparnað, lán, vexti, neyslu, notkun greiðslukorta, skatta, orlof og réttindi á vinnumarkaði. Helstu hugtök úr fjármálaheiminum eru útskýrð á einfaldan hátt. Markmiðið er að efla fjármálalæsi og gera ungmennum kleift að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir um fjármál sín. Hreint haf – Plast á norðurslóðum | N | VE | K Námsefni um haflæsi og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið. Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um neyslu og sjálfbærni. Nemendur öðlast skilning á mikilvægi hafsins og fá verkfæri til að takast á við áskoranir eins og plastmengun og loftslagsvá. Saman gegn matarsóun | V Saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá samfélagslegu, náttúrulegu og fjárhagslegu sjónarhorni. Bókin samanstendur af tíu fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sín á milli en einnig er hægt að vinna stök verkefni. Nemendur læra um áhrif matarsóunar og hvernig hægt er að sporna gegn henni. HREINT HAF PLAST Á NORÐURSLÓÐUM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=