99 Samfélagsgreinar Lífsleikni | unglingastig Ég og framtíðin | N | N | K Efnið styður við nemendur sem standa frammi fyrir námsvali að loknum 10. bekk. Í gegnum texta og verkefni fá þau tækifæri til að skoða eigin styrkleika, áhugasvið og færni. Jafnframt öðlast þau innsýn í þær námsleiðir og störf sem í boði eru. Markmiðið er að efla sjálfsþekkingu og styðja við upplýsta ákvörðunartöku í tengslum við framtíðaráform. Verkefnabókin skiptist í þrjá hluta og er einnig hægt að nálgast hvern og einn fyrir sig. Næsta skref | VE Næsta skref er alhliða upplýsingavefur um íslenskt menntakerfi og atvinnulíf, ætlaður nemendum, kennurum og ráðgjöfum sem vinna við náms- og starfsfræðslu. Á vefnum er að finna lýsingar á námsleiðum, störfum og tengslum þar á milli, auk efnis sem nýtist í starfskynningum, áhugasviðsverkefnum og framtíðaráformum nemenda. Eitt líf – Dagbók og hlaðvörp | V | V | K | HL Eitt líf er námsefni sem hvetur nemendur til sjálfsskoðunar, samræðu og meðvitaðrar ákvarðanatöku. Það samanstendur af dagbók, 10 hlaðvörpum með samtölum milli nemenda og sérfræðinga og kennsluleiðbeiningum. Meðal umræðuefna eru sjálfsmynd, tilfinningar, mörk, geðrækt, svefn, næring, hreyfing, farsæld barna og hvernig leita má hjálpar. Nemendur skrá hugrenningar sínar samhliða hlustun og vinna fjölbreytt verkefni. Verkefnabókin skiptist í þrjá hluta og er einnig hægt að nálgast hvern og einn fyrir sig.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=