98 Samfélagsgreinar Lífsleikni | mið- og unglingastig Verum virk – Félagsstarf, fundir og framkoma | N | N Í bókinni er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á því hvernig félagsstarf virkar, hvernig fundir eru haldnir og hvernig hægt er að koma fyrir af öryggi og með virðingu í mismunandi aðstæðum. Verkefnin í lok hvers kafla styðja við innsýn og úrvinnslu út frá eigin reynslu og hugmyndum. Hvað heldur þú? | N | K Námsefninu er ætlað að þjálfa gagnrýna hugsun með því að virkja nemendur í þekkingarleit og leita svara og lausna í gagnrýnu samfélagi. Saman í sátt | K | K Handbók sem fjallar um leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum. Efninu fylgir spurningalisti sem má nýta til að kanna viðhorf og samskipti innan bekkja. Kompás – Um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk | K Bókin hefur að geyma hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja vitund ungs fólks um mannréttindi. Hún spannar vítt svið mannréttinda. Vinir í nýju landi – Lífssögur ungra innflytjenda | N Í bókinni lýsa þrjár stelpur og tveir strákar reynslu sinni af því að flytja frá heimalandi sínu til Íslands. Þau gefa raunsanna mynd af upplifun sinni og líðan og lýsa þeim áskorunum sem mættu þeim við að setjast að í nýju landi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=