Kynningarskrá 2025

8 Skrift Námsefnið er í fjórum þrepum og skiptist í Skrift 1a, 1b, 2a, 2b, 3 og 4. Lögð er áhersla á að auka þátt skriftar og ritunar á fyrstu stigum lestrarnáms og á þrepi 1 er miðað við stafainnlögn lestrarkennsluefnis. Síðan hefst þjálfun tengdrar skriftar út frá stafafjölskyldum ásamt hagnýtum verkefnum sem þjálfa stafsetningu og ritun. Aftast eru leiðbeiningar fyrir kennara og ítarlegar kennsluleiðbeiningar eru aðgengilegar á vef. VÆNTANLEGT! Skrift 3 og Skrift 4 Skrift 1a og 1b | V | V | K Skrift 1a og 1b er fyrir byrjendur í skrift þar sem skriftarkennslan er markvisst tengd við stafainnlögn. Í Skrift 1a er unnið með fyrstu stafina í stafrófinu (á, s, í, a, l o.fl.) en í Skrift 1b er haldið áfram með síðari hluta stafrófsins (f, é, h, t o.s.frv.). Auk skriftarþjálfunar er lögð áhersla á hljóðgreiningu, rím, lestur og ritun. Aftast eru leiðbeiningar fyrir kennara og ítarlegar kennsluleiðbeiningar eru aðgengilegar á vef. Skrift 2a og 2b | V | V | K Megináherslur á þrepi tvö er að nemendur beiti réttum stafdrætti og tileinki sér réttar tengingar við ritun hálftengdrar ítalíuskriftar. Í þjálfuninni er tækifærið notað til að kynna fyrir nemendum ritun algengra orða og einfaldar reglur í réttritun. Í Skrift 2a er kynning á stafafjölskyldum þar sem þær eru fyrst æfðar saman án tenginga en síðan eru tengingar kynntar og æfðar. VÆNTANLEGT! Í Skrift 2b verður lögð áhersla á að vinna áfram með tengingar í gegnum stafafjölskyldur. Samhliða skriftarþjálfun eru stafsetningareglur kynntar og æfðar auk þess sem nokkur verkefni hafa það að markmiði að samþætta skrift, stafsetningu og ritun. 2 Skrift 1a og 1b Kennsluleiðbeiningar Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir teiknaði myndir 2a Skrift Skrift 2a Kennsluleiðbeiningar Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir teiknaði myndir NÝTT! NÝTT! Íslenska Íslenska | yngsta stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=