Kynningarskrá 2025
Kynningarskrá námsefnis ISBN: 978-9979-0-3033-1 © 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu © 2025 Myndhöfundar: Ýmsir Ritstjórn: Harpa Pálmadóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Hönnun og umbrot: Auður Stefánsdóttir og Heimir Óskarsson Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja 1. útgáfa 2025 – stafræn prentun 2. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Öll réttindi áskilin
Kynningarskrá Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu 2025 Í þessari kynningarskrá er að finna yfirlit yfir fjölbreytt námsefni í útgáfu hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Lögð er áhersla á að efnið sé aðgengilegt, fjölbreytt og í takt við þarfir skóla, bæði í prentaðri og stafrænni útgáfu. Táknin hér að neðan gefa til kynna hvaða efni fylgir hverjum titli: Prentað efni → | N | V | K | VS | S Stafrænt efni → | N | V | K | VS | S | H | HL | VE | L | M Skýringar á táknum: = Prentað efni = Stafrænt efni N = Nemendabók V = Verkefni K = Kennsluleiðbeiningar eða handbækur VS = Veggspjald S = Spil eða spjöld H = Hljóðbók HL = Hlustunaræfingar eða hlaðvörp VE = Vefur L = Leikur eða forrit M = Myndefni, t.d. fræðslumyndir Á vefnum mms.is má finna nánari upplýsingar um hvern titil, s.s. um höfunda texta, myndhöfunda, lesara, forritara og aðra sem komið hafa að gerð efnisins. Á læstu svæði kennara eru lausnir, próf og annað efni sem ekki má birta opinberlega. Kynntu þér úrvalið – og finndu efni sem hentar þér og þínum nemendum!
Efnisyfirlit Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið . . . ..... 3 Íslenska . . . . . . . . . . . . . . . . .................. 5 Íslenska . . . . . . . . . . . . . . . ................. 6 Íslenska sem annað tungumál . . . . . . ....... 31 Íslenskt táknmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Erlend tungumál . . . . . . . . . . . . ............... 37 Danska . . . . . . . . . . . . . . . . ................. 38 Enska . . . . . . . . . . . . . . . . .................. 43 List- og verkgreinar . . . . . . . . . . . ............. 49 Dans . . . . . . . . . . . . . . . . . .................. 50 Leiklist . . . . . . . . . . . . . . . . ................. 51 Sjónlistir . . . . . . . . . . . . . . . ................. 52 Tónmennt . . . . . . . . . . . . . . ................ 55 Heimilisfræði . . . . . . . . . . . . . ............... 58 Hönnun og smíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Textílmennt . . . . . . . . . . . . . . ............... 61 Náttúrugreinar . . . . . . . . . . . . . ............... 63 Skólaíþróttir . . . . . . . . . . . . . . ................. 81 Samfélagsgreinar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85 Stærðfræði . . . . . . . . . . . . . . . ................. 115 Upplýsinga- og tæknimennt . . . . . . . .......... 123 Fræðslugáttin . . . . . . . . . . . . . ................ 129
Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið Með endurskoðaðri greinanámskrá aðalnámskrár grunnskóla hafa orðið nokkrar breytingar á staðsetningu hæfniviðmiða milli námsgreina: • Heimildavinna og heimildaskráning hefur færst frá íslensku yfir í upplýsingatækni og tæknimennt (UT). • Samskipti og kurteisi sem áður tilheyrði íslensku hefur færst í lífsleikni. • Gildi íslenskunáms var fært í inngangskafla. • Hæfniviðmið á sviði jarðfræði og veðurfræði voru flutt úr samfélagsgreinum yfir í náttúrugreinar (Alheimurinn og umhverfið). • Hæfniviðmið í samfélagsgreinum sem eru töluvert breytt eða geta talist viðbót eru: Skoðanamyndun, lýðræðislegt samstarf, þarfir, hugarfar, virðing, staðalmyndir, umferðarreglur, áhrif sögu á samtímann, samneysla, samfélög, neyslusamfélagið og ábyrgð á náttúruvernd. • Reiknihugsun og forritun er komið inn á öllum aldursstigum í stærðfræði. • Ný hæfniviðmið í UT leggja aukna áherslu á efni tengt gervigreind og gagnabanka við gagnaöflun, heilsu og vellíðan í tengslum við tækninotkun, stafræna borgaravitund og netöryggi, forritun og lausnaleit. Þessar breytingar hafa áhrif á innihald og notkun námsefnis. Kynntu þér nýjan og glæsilegan vef fyrir aðalnámskrá. Notendavænni framsetningu er ætlað að auðvelda aðgengi skólafólks að aðalnámskrá og greiða fyrir innleiðingu hæfniviðmiða. Að auki inniheldur vefurinn mikið magn stuðningsefnis fyrir kennara. adalnamskra.is
Íslenska
6 Íslenska Íslenska | leikskóli, yngsta stig Orð eru ævintýri | N | S | N | V | K | VE | HL Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók með yfir 1000 algengum íslenskum orðum þar sem myndir gegna lykilhlutverki. Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og fyrir nemendur á fyrsta hæfnistigi í íslensku sem öðru tungumáli. Bókinni fylgir vefurinn Orðatorg en þar er: • Rafbókarútgáfa af bókinni Orð eru ævintýri. • Hugmyndir að leiðum til að vinna með bókina, annars vegar fyrir leikskóla og hins vegar fyrir grunnskóla, með áherslu á íslensku sem annað tungumál. • Tungumálavefur þar sem orðin úr bókinni eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. • Gagnvirkir orðaleikir til að æfa notkun tungumálsins. • Mynda- og orðaspjöld sem eru sérstaklega heppileg til talþjálfunar og að festa orðaforða í minni. • Stór myndaspjöld. • Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum. Álfakrílin | N | K Nana og Nói eru forvitnir litlir álfar sem búa í álfasteini rétt hjá skóla. Einn daginn ákveða þau að læðast inn í skólann og fylgjast með mannabörnunum. Þar lenda þau í alls konar ævintýrum og koma heim reynslunni ríkari. Bókin Álfakrílin hefur það að markmiði að auka orðaforða barna. Hún er ætluð börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Sögutextinn er settur upp á tvo vegu. Öðrum megin á opnunni er lengri texti sem hentar vel til upplesturs og fyrir börn sem eru farin að lesa flóknari texta sjálf. Hinum megin er styttri og einfaldari texti fyrir yngri börn og þau sem hafa minna úthald í bókalestur. Fremst eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa bókina á sem árangursríkastan hátt. Aftast eru verkefni til að dýpka þekkingu barna á textanum. NÝTT!
7 Íslenska | yngsta stig Íslenska Fjör og fræðsla | VE Vefur sem byggir á hugmyndum og verkefnum frá vefnum Paxel123, sem þróaður var af Önnu Margréti Ólafsdóttur. Á vefnum má finna fjölbreytt verkefni tengd íslensku og stærðfræði sem henta elstu börnum leikskólans og yngstu nemendum grunnskóla. Verkefnin eru til útprentunar. Lestrarlandið – Lestrarkennsluefni fyrir byrjendur | N | V | H | K | H | VE Lestrarlandið nær yfir alla meginþætti lestrarnáms: hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning og ritun. Myndefni gegnir lykilhlutverki og styður við tjáningu, samræður og miðlun hugmynda. Í lestrarbókinni er hver opna tileinkuð einum bókstaf með tengdum orðum og mynd. Tveir misþungir textar eru á hverri opnu. Með fylgja 13 sögur þar sem áhersla er á tiltekinn bókstaf og hægt er að hlusta á þær af hljóðbók. Vinnubækurnar eru stigskiptar og á vefnum má vinna með myndir úr bókinni, með eða án texta. Litla-Lesrún, Lesrún og Lesrún 2 – Lesa, Skilja, Læra | V | V Litla-Lesrún, Lesrún og Lesrún 2 eru ætlaðar nemendum í 2.–4. bekk og er áhersla á lestur og lesskilning. Nemendur æfa sig í að nota aðferðir sem auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega, með fjölbreyttum textum. Í kennsluleiðbeiningunum er bent á leiðir til að efla lesskilning og auka forvitni og áhuga nemenda fyrir efninu. Mikið er lagt upp úr vinnu með orðaforða áður en textinn sjálfur er lesinn, hugað að bakgrunnsþekkingu og bent á leiðir til að vinna með efnið í bekkjarkennslu út frá heildstæðri móðurmálskennslu og samþættingu við aðrar námsgreinar. Í leiðbeiningum eru verkefni til útprentunar, m.a. ritunar- og málfræðiverkefni í tengslum við efni nemendabókar.
8 Skrift Námsefnið er í fjórum þrepum og skiptist í Skrift 1a, 1b, 2a, 2b, 3 og 4. Lögð er áhersla á að auka þátt skriftar og ritunar á fyrstu stigum lestrarnáms og á þrepi 1 er miðað við stafainnlögn lestrarkennsluefnis. Síðan hefst þjálfun tengdrar skriftar út frá stafafjölskyldum ásamt hagnýtum verkefnum sem þjálfa stafsetningu og ritun. Aftast eru leiðbeiningar fyrir kennara og ítarlegar kennsluleiðbeiningar eru aðgengilegar á vef. VÆNTANLEGT! Skrift 3 og Skrift 4 Skrift 1a og 1b | V | V | K Skrift 1a og 1b er fyrir byrjendur í skrift þar sem skriftarkennslan er markvisst tengd við stafainnlögn. Í Skrift 1a er unnið með fyrstu stafina í stafrófinu (á, s, í, a, l o.fl.) en í Skrift 1b er haldið áfram með síðari hluta stafrófsins (f, é, h, t o.s.frv.). Auk skriftarþjálfunar er lögð áhersla á hljóðgreiningu, rím, lestur og ritun. Aftast eru leiðbeiningar fyrir kennara og ítarlegar kennsluleiðbeiningar eru aðgengilegar á vef. Skrift 2a og 2b | V | V | K Megináherslur á þrepi tvö er að nemendur beiti réttum stafdrætti og tileinki sér réttar tengingar við ritun hálftengdrar ítalíuskriftar. Í þjálfuninni er tækifærið notað til að kynna fyrir nemendum ritun algengra orða og einfaldar reglur í réttritun. Í Skrift 2a er kynning á stafafjölskyldum þar sem þær eru fyrst æfðar saman án tenginga en síðan eru tengingar kynntar og æfðar. VÆNTANLEGT! Í Skrift 2b verður lögð áhersla á að vinna áfram með tengingar í gegnum stafafjölskyldur. Samhliða skriftarþjálfun eru stafsetningareglur kynntar og æfðar auk þess sem nokkur verkefni hafa það að markmiði að samþætta skrift, stafsetningu og ritun. 2 Skrift 1a og 1b Kennsluleiðbeiningar Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir teiknaði myndir 2a Skrift Skrift 2a Kennsluleiðbeiningar Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir teiknaði myndir NÝTT! NÝTT! Íslenska Íslenska | yngsta stig
9 Íslenska | yngsta stig Skrift – Tölustafir | V | V | K Efnið er ætlað nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skriftarnámi og má nota samhliða Skrift 1a og 1b. Kenndir eru tveir tölustafir á hverri opnu og stafdráttur sýndur í stafahúsi. Auk skriftar eru fjölbreyttar þjálfunaræfingar sem efla sporun, fínhreyfingar og talnaskilning. Leiðbeiningar fyrir kennara eru aftast í bókinni. Skrift – Handbók kennara | K Í handbókinni er að finna hugmynd að heildstæðri skriftarkennslu fyrir grunnskóla, verklagi og einstaklingsmiðuðum leiðum til að kenna, þjálfa og meta skrift. Handbókin inniheldur jafnframt ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir bæði reynda og óreynda skriftarkennara sem munu nýtast vel í skriftarkennslunni. Skriftarvefurinn | VE Skriftarvefurinn er hagnýtur safnvefur fyrir kennarar þar sem finna má allt útgefið efni í skrift og fjölbreytt verkfæri til skriftarkennslu. Á vefnum er meðal annars stöðumat í skrift, upplýsingar vegna nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skriftarnámi sínu og góð ráð til foreldra ef þjálfa á skrift heima. Skriftarsmiðjan – Leturgerð | VE Í Skriftarsmiðjunni má útbúa fjölbreytt þjálfunarefni í skrift og velja þá leturstærð sem hentar hverjum nemenda. Hægt er að útbúa efni til að æfa betur réttan stafdrátt bókstafa og tölustafa, tengingar, notkun greinarmerkja eða annað sem þarfnast meiri þjálfunar. Skrift Handbók kennara Guðbjörg Rut Þórisdóttir Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir NÝTT! NÝTT! NÝTT! Íslenska
10 Skrift – Stafainnlögn | V Æfingablöð til útprentunar fyrir byrjendur þar sem unnið er út frá stafainnlögn. Þar eru krotæfingar og stafablöð með öllum stöfum stafrófsins þar sem stafdráttur er sýndur. Aftan á hverju æfingablaði eru línur sem nemendur geta nýtt til frjálsrar ritunar. Einnig er heildaryfirlit þar sem stafdráttur allra bókastafa er sýndur. Ritrún 1, 2 og 3 | V | V Í bókunum er fengist við byrjunaratriði í ritun, málfræði og stafsetningu fyrir yngsta stig grunnskóla. Viðfangsefni bókanna stigþyngist og þróast í takt við færni nemenda – frá grunnhugtökum yfir í einfaldar stafsetningarreglur og greinarmerki. Verkefnin miða að því að efla orðaforða, styrkja málskilning og byggja upp jákvætt viðhorf til móðurmálsins. Milli himins og jarðar | N | N | HL Milli himins og jarðar er lestrarflokkur sem ætlað er að virkja áhuga nemenda til lestrar, efla orðaforða og auka lesskilning. Í bókunum er ýmiss konar fróðleikur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar á hægri spássíu leiða nemandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókunum eru nokkur verkefni. Níu bækur eru komnar út: Ánamaðkar, Flugvélar, Hrafninn, Humlur, Hvalir, Ísbjörn, Köngulær, Refurinn og Tunglið. VÆNTANLEGT! Tíunda bókin er á leiðinni er nefnist Eldgos. MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Hrafninn 07212 Hvalir er þriðja bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Bókin er líka til sem rafbók á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir. Myndir teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Hvalir MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Hvalir Tunglið 07198 Tunglið er önnur bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Bókin er líka til sem rafbók á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Tunglið MI LLI HI MI NS OG JARÐAR 6921 Humlur er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar. Í bókinni eru fróðleikstextar um humlur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar í fluguvæng leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. Bókin er einnig til sem rafbók og hljóðbók á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir. Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Eldgos MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Íslenska Íslenska | yngsta stig
11 Smábækur | N | N | V | VE | H Smábækur er bókaflokkur sem inniheldur fjölbreyttar lestrarbækur ætlaðar nemendum sem eru að ná tökum á lestri. Sögurnar skiptast í fjóra flokka eftir þyngd. Lögð er áhersla á að bækurnar höfði til tilfinninga og rökhugsunar sem og til kímnigáfu lesenda. Mismunandi er hvað fylgir hverri sögu. Á vefnum Smábók má nálgast rafbækur og verkefni og í Smábókaskápnum má hlusta og fylgjast með lestri. Myndaspjöld fylgja sumum sögum en þeim er ætlað að efla ritun og frásagnarfærni. Sestu og lestu | N | N | V | H Sestu og lestu er flokkur lestrarbóka fyrir yngsta og miðstig sem hafa náð undirstöðu í lestri. Sögurnar eru fjölbreyttar og áhugaverðar, með verkefnum aftast sem styðja samvinnu og lesskilning. Bækurnar eru átta talsins: Galdraskólinn, Hundakúnstir, Vélmennið í grasinu, Danski draugurinn, Leitin að haferninum, Hetjurnar þrjár, Ævintýri í Ingólfsfjalli og Geitur í garðinum. Bókunum fylgja hljóðbækur sem og lesskilningsverkefni til útprentunar sem reyna á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði. 1 2926 Fúsi fer í skóla – verkefni © Kristín Þórunn Kristinsdóttir © teikningar Arnar Þór Kristjánsson og Shutterstock 2926 Fúsi fer í skóla – verkefni © Kristín Þórunn Kristinsdóttir © teikningar Arnar Þór Kristjánsson og Shutterstock Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 4 Krossaðu í réttan reit. Sagan er um … Fúsi má ekki … Fúsa í bíó. fara í útivist. krakka í sundi. spila körfubolta. vini í skóla. vera í myndlist. Míu í myndlist. hlaupa á ganginum. Tengdu á vorin Skólinn byrjar á haustin um jólin Raðaðu í stafrófsröð. nesti listaverk smjatta lappir kastali 1. 2. 3. 4. 5. Krossaðu í þann reit sem þú telur réttan. Í lok dags var Fúsi … leiður. þakklátur. spenntur. kvíðinn. Mér fannst sagan … skemmtileg. sæmileg. fyndin. spennandi. Þú getur skoðað stafrófið á bls. 7. Nafn: Fúsi fer í skóla Höfundur er Myndhöfundur er 2926 Fúsi fer í skóla – verkefni © Kristín Þórunn Kristinsdóttir © teikningar Arnar Þór Kristjánsson og Shutterstock 2926 Fúsi fer í skóla – verkefni © Kristín Þórunn Kristinsdóttir © teikningar Arnar Þór Kristjánsson og Shutterstock Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2024 3 2 Búðu til samsett orð. skóla skóla skóla skóla Raðaðu orðunum í málsgrein. fer skólann Mía í ropa hann að þarf komið það nesti er Skrifaðu orðin og finndu þau í orðasúpunni. ó k a r f a p ö e r ö d æ m i i f v t ú i r m æ b ó k p é þ á ð d j n i ö n l s r ó l a þ d a ú m t í æ é o g d i p v n e s t i Mundu að byrja á stórum staf og enda á punkti. d n m 3 + 8 = 05629 Hetjurnar þrjár Hetjurnar þrjár er sjötta bókin í flokknum Sestu og lestu. Efnið er ætlað börnum á yngsta- og miðstigi grunnskólans sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar. Því er ætlað að vekja með börnunum lestrargleði og áhuga og kynna fyrir þeim mismunandi framsetningu texta. Aftast í bókinni eru nokkur viðfangsefni sem ætlast er til að börnin vinni saman og ræði. Höfundur er Gunnar Theodór Eggertsson. Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Sestu lestu og Hetjurnar Sestu lestu og Hetjurnar þrjár þrjár Íslenska | yngsta stig Íslenska
12 Stafaleikir Búa og Stafaleikir Bínu | L Stafaleikir Búa og Bínu eru gagnvirkar æfingar fyrir börn sem þurfa skipulega og hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná undirstöðu lestrar. Vefurinn býður upp á leikræna nálgun við bókstafi og hljóðtengingar á aðgengilegan hátt. Læsisvefurinn | VE Læsisvefurinn er ætlaður kennurum sem kenna lestur. Hann er uppsettur í fimm flokka: 1. Forsendur læsis (t.d. hljóðvitund, hljóðaaðferð) 2. Lesfimi 3. Orðaforði og lesskilningur 4. Ritun 5. Lestrarmenning 6. Ritunarramminn Vefurinn býður upp á fjölbreytt verkefni, kennsluaðferðir og bjargir sem gagnast í bekkjarkennslu og fyrir nemendur með vægan lestrarvanda. Hann styður við skipulag og úrvinnslu á niðurstöðum Lesferilsprófanna og leggur grunn að vandaðri læsiskennslu. Listin að lesa og skrifa | N | V | S | N | V | VE Listin að lesa og skrifa byggist á hljóðaaðferð og hentar sérstaklega vel nemendum sem þarfnast hægrar og markvissrar innlagnar á hljóðum og bókstöfum til að ná valdi á lestrartækninni. Í flokknum eru örbækur, lestrarbækur, fjórar vinnubækur, spil, verkefni til útprentunar, stafakannanir, heftið Orðasafnið mitt og efnið Setningamyndun þar sem hægt er að prenta út orð úr bókum 1–14. Á vefnum Listin að lesa og skrifa – safnvefur má nálgast rafbækur og verkefni til útprentunar. ORÐASAFNIÐ MITT Listin að lesa og skrifa 05712 r hluti af námsefnisflokknum Listin að lesa og skrifa. ýmsan hátt. Börnin geta safnað í það orðum með ið er að æfa hverju sinni. Þau geta ýmist fundið orðin vert um sig. Skrifa má orðin fyrir börnin og þau fara krifa eftir forskriftinni. Þá geta þau notað orðin sem til að skrifa eftir. Einnig má nota heftið til að láta na stafi sem búið er að læra, stafinn sinn eða staf o.s.frv. esa Íslenska 1.–4. bekkur Vinnubók Listin að lesa og skrifa Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu. Efnið skiptist í 38 léttlestrarbækur, 16 örbækur, lestrarspil, verkefni og kennsluleiðbeiningar á vef. Í Vinnubók 4 eru bókstafirnir b, ý, y, þ, k, d, au, p, ei, ey og x kenndir auk orðmyndanna þetta, vill og vil. Áður hafa verið kenndir bókstafirnir í, ó, s, á, l, a, i, r, ú, m, u, v, e, o, n, æ, j, f, é, h, t, g, ð og ö og orðmyndirnar og, ekki, sagði, ég, að, segir og minn. Höfundar efnis eru Arnheiður Borg og Rannveig Löve. Teikningar eru eftir Freydísi Kristjánsdóttur. 05841 4 NAFN BEKKUR Listin að lesa og skrifa Vinnubók Listin að lesa og skrifa Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu. Efnið skiptist í 38 léttlestrarbækur, 16 örbækur, lestrarspil, verkefni og kennsluleiðbeiningar á vef. Í Vinnubók 1 eru bókstafirnir í, ó, s, á, l, a, i og r kenndir auk orðmyndanna og og ekki. Höfundar efnis eru Arnheiður Borg og Rannveig Löve. Teikningar eru eftir Brian Pilkington. 05838 1 NAFN BEKKUR Listin að lesa og skrifa Íslenska Íslenska | yngsta stig
13 Lestur er leikur | L Lestur er leikur er vefnámsefni ætlað nemendum sem þarfnast hægrar og markvissrar lestrarþjálfunar. Lögð er áhersla á mikla endurtekningu og sjónræna framsetningu. Kennsluleiðbeiningar fylgja efninu á vefnum. Stafaplánetur | L Stafaplánetur er gagnvirkur vefur fyrir yngstu nemendur sem eru að byrja að læra bókstafi. Þar eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga á til stafsins. Samhljóðar í himingeimnum | L Samhljóðar í himingeimnum er vefur sem þjálfar nemendur í hlustun og hljóðgreiningu, með áherslu á samhljóðaklasa og greiningu hljómlíkra hljóða. Eldgrímur | L Eldgrímur er gagnvirkur vefur fyrir yngsta stig, sérstaklega 7–9 ára börn og þá sem þarfnast endurtekningar. Efnið byggir á fjölbreyttum málfræðilegum leikjum og æfingum. Bókakista | N | S | VE | V Bókakista er námsefni sem eflir lestraráhuga og sjálfstæðan lestur hjá nemendum á yngsta stigi. Sextán spjöld í plastvösum fylgja efninu. Nemendur velja sjálfir eða í samráði við kennara, lestrarbók úr kistu sem kennarar hafa valið efni í, vinnuspjald og verkefni sem sótt eru á vef. Íslenska | yngsta stig Íslenska
14 Sagan um Bólu 1–10 | N | V Sagan um Bólu samanstendur af tíu æfingaheftum og einni heildarsögu til útprentunar. Gert er ráð fyrir að í upphafi sé sagan lesin í heild fyrir nemendur en hver hluti svo rifjaður upp áður en hvert hefti er lesið. Með því að rifja söguna upp með börnunum gefst færi til að ræða efni hennar og orðaforða og tengja texta leskaflans við söguna. Veiðiferðin 1–5 | N | V Veiðiferðin samanstendur af fimm æfingaheftum og sögu til útprentunar. Sama aðferð er notuð og með Bólu – fyrst lesin heildarsaga og unnið með hverja einingu í kjölfarið. Stafaspjöld og veggspjald | VS Stafaspjöld og veggspjald eru ætlað til innlagnar bókstafa og hljóða. Þau eru í stærðum A4 og A5 með og án króka. A2 veggspjald með öllu stafrófinu fylgir einnig. Nothæft efni í stafainnlögn, hljóðgreiningu og umræðu. Íslenski málhljóðakassinn | N | VE Íslenski málhljóðakassinn inniheldur stafaspjöld, myndaspjöld og fræðsluefni sem nýtist við kennslu á framburði, hljóðgreiningu, orðaforða og hlustun. Efnið hentar í einstaklings- og hópavinnu og styður vel við markmið í málörvun. Íslenska Íslenska | yngsta stig
15 Orðasjóður – Efni til málörvunar | S | VE Orðasjóður (Adventure Island of English Words) inniheldur 311 myndaspjöld og yfir hundrað verkefnablöð tengd 28 þemum, t.d. dýr, matur, líkamsheiti, íþróttir og fjölskylda. Verkefnin eru til á ensku og íslensku. Efnið er á útleið, dreift á meðan birgðir endast. Kræfir krakkar | N | N Kræfir krakkar er flokkur lestrarbóka á teiknimyndasöguformi með skemmtilegum sögum um krakka í ævintýrum. Aftast eru verkefni til samvinnunáms. Varúð, hér býr ... | N | N | V Varúðarbækurnar eru fimm talsins: Varúð, hér býr vampíra, Varúð, hér býr norn, Varúð, hér býr jötunn, Varúð, hér býr varúlfur og Varúð, hér býr umskiptingur. Sögurnar eru skrifaðar í léttum og aðgengilegum stíl og henta nemendum á yngsta stigi sem eru komnir vel á veg í lestri. Bækurnar nýtast í samlestur, yndislestur eða einstaklingsvinnu. Á vefnum eru verkefni sem styðja við lesskilning og umræðu. PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum | N | N Í bókinni er fjallað um leiðangur geimverunnar PóGó til jarðar þar sem hún kynnist börnum með ýmsar fatlanir. Ævintýri PóGó veita nemendum innsýn í fjölbreytileika mannlífsins og er ætlað að fræða þau um ólíkar fatlanir, fordóma, staðalmyndir og mannréttindi. VARÚÐ HÉR BÝR NORN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5636 VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ Marta og Marius lenda í nýju spennandi ævintýri þegar kötturinn Hvæsi sleppur út og hverfur inn í þéttan þyrnirunna. Galdrar, þulur og göróttir drykkir bíða bak við luktar dyr og krakkarnir vita ekki hvort þau komast aftur heim heil á húfi. Varúð, hér býr norn er léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR JÖTUNN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5699 VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚЖVARÚÐ –VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR VARÚLFUR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 0000 VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. 6135 Geimveran PóGó er send til Jarðar frá plánetunni Poff með mikilvægt verkefni: að losa plánetuna við mannfólkið! En hvað gerist þegar PóGó kynnist nokkrum ungum Jarðarbúum og fær að fylgja þeim í skólann? Getur PóGó stöðvað eldflaugarnar áður en það er of seint og bjargað þannig nýju vinum sínum? Hvað er málið með allt prumpið og hversu mikinn ís getur PóGó borðað áður en allt fer úr böndunum? PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum er æsispennandi og bráðfyndin saga eftir Bergrúnu Írisi, rithöfund og myndhöfund fjölmargra bóka fyrir börn og ungmenni. Saman mynda texti og teikningar Bergrúnar hrífandi ferðalag um fjölbreytileika mannfólksins, séð með augum geimverunnar PóGó frá Poff. Bókin er unnin í nánu samstarfi við ÖBÍ og fylgja henni ítarlegar og hagnýtar kennsluleiðbeiningar eftir Hjalta Halldórsson og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum Bergrún Íris Sævarsdóttir NÝTT! Íslenska | yngsta stig Íslenska
16 Listi yfir lestrarbækur eftir þyngdarstigi | VE Á vef má finna flokkað yfirlit yfir lestrarbækur á yngsta stigi eftir fimm þyngdarstigum. Listinn er uppfærður árlega og nýtist til að velja námsefni við hæfi hvers nemanda. Auðlesnar sögubækur | N | V | N | V | H | K Auðlesnar sögubækur eru ætlaðar nemendum sem þurfa stuðning við lestur eða eiga erfitt með að lesa langan samfelldan texta. Textarnir eru stuttir og aðgengilegir, letrið skýrt og línur stuttar. Myndskreytingar eru ríkulegar og styðja við lesskilning. Flestar bækur eru með hljóðbók þar sem textinn er lesinn skýrt og nemandinn hvattur til að fylgjast með í bókinni á meðan hann hlustar. Með mörgum bókanna fylgja einnig verkefni sem dýpka skilning og þjálfa lestrarfærni. Auðlesnar sögubækur á yngsta stigi: Kötturinn seinheppni, Litlu landnemarnir, Loftur og gullfuglarnir. RISAstórar smáSÖGUR | N | N RISAstórar smáSÖGUR eru átta rafbækur og innihalda hver um 20 áhugaverðar og fjölbreyttar sögur eftir börn á aldrinum 6–12 ára. Sögurnar voru valdar úr fjölmörgum frumsömdum sögum sem bárust í samkeppni á vegum MMS, KrakkaRÚV og fleiri samstarfsaðila í verkefninu Sögur – samstarf um barnamenningu. Viðhafnarútgáfa með verðlaunasögum fimm fyrstu áranna er til prentuð. Íslenska Íslenska | yngsta stig
17 Leikur að orðum 1, 2 og 3 | V Leikur að orðum tilheyrir gömlu en sígildu efni og er upprifjunar- og lestrarnámsefni ætlað börnum með lestrarörðugleika. Skemmtilegt og sígilt lestrarefni | VE Tíu stuttar sögur á prenthæfum lestrarblöðum sem hægt er að nálgast á vef. Hlustum á þjóðsögurnar okkar | VE | H Hlustum á þjóðsögurnar okkar er vefur með úrvali þjóðsagna ætlaður nemendum á yngsta stigi og miðstigi. Þar má hlusta á sögur á borð við Búkollu, Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, Gilitrutt, Velvakandi og bræður hans og Átján barna faðir í Álfheimum. Óskasteinn og Völusteinn | N | V | K | V | H Óskasteinn og Völusteinn eru skapandi og fjölbreyttar bækur sem hvetja til lesturs og samræðu. Þær byggja á sögum, fróðleik og þemavinnu sem styrkir orðaforða og lestilfinningu. Í Óskasteini eru kaflarnir Margt býr í myrkrinu, Gettu betur og Ef ég gæti óskað mér, sem fjalla um draugasögur, ráðgátur og óskir. Bókin er einnig gefin út á hljóðbók. Í Völusteini eru kaflarnir Á framandi slóðum, Í dulargervi og Tíminn líður, þar sem ferðalög, breyttar aðstæður og ímyndunarafl spila lykilhlutverk. Ritunarverkefni til útprentunar má nálgast á vef. Íslenska | yngsta stig Íslenska
18 Íslenska | miðstig Orðspor 1–3 | N | V | N | V | K Orðspor er heildstætt íslenskunámsefni. Nemendur kynnast uppruna tungumálsins, efla færni í tjáningu, ritun, framsögn, hlustun og lestri og fá tækifæri til að grúska og grafa upp fróðleik úr ólíkum áttum. Smellur 1–3 | V | V | K Fyrsti, annar og þriðji Smellur er námsefni í lesskilningi. Nemendur vinna með fjölbreytta textagerð – fræðigreinar, fréttir, leiðbeiningar, sögur, myndlestur og orðarýni – og æfast í að lesa á milli lína, greina merkingu og auka orðaforða. Hver opna stendur sjálfstæð og býður upp á sveigjanlega notkun í bekk, án þess að vera heimanámsbók. Tilgangurinn er að þjálfa lesskilning í samvinnu nemenda og kennara í kennslustundum. Arfurinn – Lesið upphátt | N | N | K Lesið upphátt þjálfar lesskilning með því að kennari les söguna Arfinn upphátt og stýrir vinnu nemenda í gegnum textann. Leiðbeiningar á vef styðja við kennsluna – hvar skal staldra við, ræða orð, túlka persónur, umhverfi og framvindu sögunnar. Efnið byggir á sænskri aðferð sem reynst hefur vel. Íslenska fyrir miðstig grunnskóla ORÐSPOR VINNUBÓK 2 Nafn: Talaðu! Hlustaðu! Lestu! 7204 ORÐSPOR Íslenska fyrir miðstig grunnskóla Vinnubók Ágæti nemandi Orðspor er bók fyrir þig. Hlutverk hennar er að hjálpa þér að bæta kunnáttu þína og færni til að tjá þig bæði munnlega og skriflega í íslensku. Ef þú leggur þig fram um að lesa, skilja, þjálfa og ræða um það sem stendur í bókinni munt þú njóta þess bæði vel og lengi. Þú þjálfar heilann, lærir um netspor, fræðist um geiminn, skoðar myndasögur, lest ljóð og spilar á spil. Þú þjálfast í framsögn, tjáningu og hlustun. Auk þess eflist þú í lestri og ritun. Megi máttur tungumálsins ávallt vera með þér! Orðspor er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir, báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þar að auki eru þær rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna, ljóð og skáldsögur. 2 Talaðu! Hlustaðu! Lestu! ORÐSPOR 2 – Íslenska fyrir miðstig grunnskóla 7211 ORÐSPOR íslenska fyrir miðstig grunnskóla Ágæti nemandi Orðspor er bók fyrir þig. Hlutverk hennar er að hjálpa þér að bæta kunnáttu þína og færni til að tjá þig bæði munnlega og skriflega í íslensku. Ef þú leggur þig fram um að lesa, skilja, þjálfa og ræða um það sem stendur í bókinni munt þú njóta þess bæði vel og lengi. Þú þjálfar heilann, lærir um netspor, fræðist um geiminn, skoðar myndasögur, lest ljóð og spilar á spil. Þú þjálfast í framsögn, tjáningu og hlustun. Auk þess eflist þú í lestri og ritun. Megi máttur tungumálsins ávallt vera með þér! Orðspor er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir, báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þar að auki eru þær rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna, ljóð og skáldsögur. 2 ORÐSPOR 2 Íslenska fyrir miðstig grunnskóla Íslenska fyrir miðstig grunnskóla ORÐSPOR VINNUBÓK 3 Nafn: Talaðu! Hlustaðu! Lestu! ORÐSPOR Íslenska fyrir miðstig grunnskóla Vinnubók Ágæti nemandi Allt er þegar þrennt er. Ný bók í flokknum Orðspor, bara fyrir þig! Áfram er unnið með framsögn, lestur og læsi. Að auki bætist jafnt og þétt við kunnáttu þína í málfræði. Ef þú leggur þig fram um að lesa, skilja, þjálfa og ræða um það sem stendur í bókinni munt þú njóta þess um aldur og ævi. Þú ferð í framsagnarskóla Grínhildar, lærir ljóðaslamm, kynnist fornleifafræði, lest um læsi, rifjar upp ævintýri og fræðist um málsnið. Þú grúskar í mismunandi textagerðum og eflist í lestri og ritun. Þú þjálfast í að taka rökstudda afstöðu, rökræðir við bekkjarfélagana og saman komist þið að málamiðlunum. Megi máttur tungumálsins ávallt vera með þér! Orðspor er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir, báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þar að auki eru þær rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna, ljóð og skáldsögur. 3 7340 Talaðu! Hlustaðu! Lestu! ORÐSPOR 3 – Íslenska fyrir miðstig grunnskóla ORÐSPOR íslenska fyrir miðstig grunnskóla Ágæti nemandi Allt er þegar þrennt er. Ný bók í flokknum Orðspor, bara fyrir þig! Áfram er unnið með framsögn, lestur og læsi. Að auki bætist jafnt og þétt við kunnáttu þína í málfræði. Ef þú leggur þig fram um að lesa, skilja, þjálfa og ræða um það sem stendur í bókinni munt þú njóta þess um aldur og ævi. Þú ferð í framsagnarskóla Grínhildar, lærir ljóðaslamm, kynnist fornleifafræði, lest um læsi, rifjar upp ævintýri og fræðist um málsnið. Þú grúskar í mismunandi textagerðum og eflist í lestri og ritun. Þú þjálfast í að taka rökstudda afstöðu, rökræðir við bekkjarfélagana og saman komist þið að málamiðlunum. Megi máttur tungumálsins ávallt vera með þér! Orðspor er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir, báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þar að auki eru þær rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna, ljóð og skáldsögur. 3 7339 ORÐSPOR 3 Íslenska fyrir miðstig grunnskóla UPPLESTUR, LÆSI OG LESTRARAÐFERÐIR Í ARFINUM FARA STÓRUNDARLEGIR ATBURÐIR AÐ GERAST EFTIR AÐ GUÐVARÐUR VINUR HANNESAR DEYR. LOFORÐIÐ SEM HANNES GAF VINI SÍNUM DREGUR SVO SANNARLEGA DILK Á EFTIR SÉR. ÁÐUR EN HANNES VEIT AF ER HANN FLÆKTUR Í FLÓKIN MÁL SEM GETA ENDAÐ SKELFILEGA. HÖFUNDUR SÖGUNNAR ER ARNDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR. HÚN HEFUR SKRIFAÐ MARGAR BÆKUR FYRIR BÖRN. NÁMSEFNIÐ LESIÐ UPPHÁTT ER ÞÝTT OG STAÐFÆRT ÚR SÆNSKU. ARFURINN ER FRUMSAMINN MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ NOTA Í KENNSLU SEM BYGGIR Á UPPLESTRI KENNARA OG SAMSPILI KENNARA OG NEMENDA Á MEÐAN LESTRI SÖGUNNAR STENDUR. KENNSLULEIÐBEININGAR ERU Á VEF MENNTAMÁLASTOFNUNAR Arndís Þórarinsdóttir ARFURINN 5281 ARFURINN ARFURINN ARFURINN ÍSLENSK ÞÝÐING: DAVÍÐ STEFÁNSSON Í ARFINUM FARA STÓRUNDARLEGIR ATBURÐIR AÐ GERAST EFTIR AÐ GUÐVARÐUR VINUR HANNESAR DEYR. LOFORÐIÐ SEM HANNES GAF VINI SÍNUM DREGUR SVO SANNARLEGA DILK Á EFTIR SÉR. ÁÐUR EN HANNES VEIT AF ER HANN FLÆKTUR Í FLÓKIN MÁL SEM GETA ENDAÐ SKELFILEGA. HÖFUNDUR SÖGUNNAR ER ARNDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR. HÚN HEFUR SKRIFAÐ MARGAR BÆKUR FYRIR BÖRN. NÁMSEFNIÐ LESIÐ UPPHÁTT ER ÞÝTT OG STAÐFÆRT ÚR SÆNSKU. ARFURINN ER FRUMSAMINN MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ NOTA Í KENNSLU SEM BYGGIR Á UPPLESTRI KENNARA OG SAMSPILI KENNARA OG NEMENDA Á MEÐAN LESTRI SÖGUNNAR STENDUR. KENNSLULEIÐBEININGAR ERU Á VEF MENNTAMÁLASTOFNUNAR Arndís Þórarinsdóttir ARFURINN 5281 RINN URINN URINN Íslenska
19 Íslenska | miðstig Varúð, hér býr ... | N | N | V Varúðarbækurnar eru spennandi og aðgengilegur lestrarflokkur fyrir miðstig. Bækurnar eru skrifaðar í léttum stíl og fjalla um spennandi verur á borð við vampíru, nornir, jötna, varúlfa og umskiptinga. Efnið nýtist til samlesturs, yndislesturs og einstaklingsvinnu. Sögulandið | N | N Sögulandið er nýr flokkur lestrarbóka sem tengir saman íslensku og samfélagsfræði. Bækurnar miðla sögulegri innsýn í líf barna á mismunandi tímum. Hólmasól gerist á landnámsöld og segir frá kröftugum krökkum í víkingaheimi þar sem bæði þekktir menn og dularfullir ferfætlingar koma við sögu. Brennd á báli fjallar um Guðrúnu sem býr á Vestfjörðum á tímum galdrafárs. Hún og afi hennar reyna að stöðva brennur þegar ótti og hjátrú grípa um sig. VÆNTANLEGT! Sjóræningjarnir eru komnir! er í vinnslu en hún fjallar um Ólaf Egilsson sem lendir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum. París | N | N | H Hvað gerist þegar þú þarft að yfirgefa vini þína, heimilið og allt sem þú þekkir – og byrja upp á nýtt í ókunnu landi? París er fyrsta bókin í bókaflokknum Að heiman og heim sem fjallar um það að flytja milli landa, kveðja eitt heimili – og finna annað. Sagan veitir innsýn í tilfinningar, áskoranir og tækifæri sem fylgja því að byrja upp á nýtt í nýju landi. Hún hentar vel til samlesturs og umræðna í íslenskutímum og skapar tækifæri til að ræða vináttu, fjölskyldu, aðlögun og sjálfsmynd. VARÚÐ HÉR BÝR NORN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5636 ÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ Marta og Marius lenda í nýju spennandi ævintýri þegar kötturinn Hvæsi sleppur út og hverfur inn í þéttan þyrnirunna. Galdrar, þulur og göróttir drykkir bíða bak við luktar dyr og krakkarnir vita ekki hvort þau komast aftur heim heil á húfi. Varúð, hér býr norn er léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR JÖTUNN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5699 VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR VARÚLFUR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 0000 VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. NÝTT! Paris Alexander er 13 ára þegar hann flytur með fjölskyldunni til Parísar. Hann saknar vina sinna, fótboltans og notalegra daga með ömmu og afa. Allt er framandi – borgin, skólinn og tungumálið – og Alexander á erfitt með að aðlagast nýja lífinu. En svo kynnist hann Pierre – hlýlegum manni sem hefur gengið í gegnum margt – og Adele, stórum og loðnum hundi sem fylgir honum hvert fótmál. Þrátt fyrir að þau séu ólík myndast óvænt og dýrmæt vinátta á milli þeirra. Stundum tekur lífið óvænta stefnu – og þá skiptir máli að eiga vin sem stendur með manni. Höfundur sögunnar er Þórunn Rakel Gylfadóttir og myndhöfundur Brimrún Birta Friðþjófsdóttir. 6139 Paris Þórunn Rakel Gylfadóttir Myndhöfundur Brimrún Birta Friðþjófsdóttir Að heiman og heim NÝTT! Íslenska
20 Íslenska Íslenska | miðstig PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum | N | N | K Í bókinni er fjallað um leiðangur geimverunnar PóGó til jarðar þar sem hún kynnist börnum með ýmsar fatlanir. Ævintýri PóGó veita nemendum innsýn í fjölbreytileika mannlífsins og er ætlað að fræða þau um ólíkar fatlanir, fordóma, staðalmyndir og mannréttindi. Markmiðið er að efla virðingu fyrir fjölbreytileika, auka samkennd og stuðla að gagnrýninni hugsun um eigin viðhorf. Með því að fylgja PóGó í gegnum skoplegar en umhugsunarverðar aðstæður læra nemendur að það er í góðu lagi að spyrja, læra og viðurkenna mistök. Smátímasögur | N | N | H Smátímasögur er safn stuttra og aðgengilegra sagna sem henta vel í stuttar lestrarlotur. Sögurnar hafa verið lesnar upp á degi barnabókarinnar og fjalla um fjölbreytt ævintýri úr hversdagslífi og ímyndunarheimi. Farið er í heimsókn til álfa, krakkar flakka á milli ólíkra heima og gæludýrin í hverfinu funda stíft þegar nýtt dýr flytur á þúfuna þeirra. Finnbjörg | N | N Finnbjörg er stutt og gagnleg bók um helstu atriði í málfræði og stafsetningu. Hugtök og reglur eru útskýrð á einfaldan hátt með skýrum dæmum. Á vefnum Málsmiðjan eru æfingar sem byggja á efni bókarinnar og má nýta hana samhliða vefnum í kennslu. 6135 Geimveran PóGó er send til Jarðar frá plánetunni Poff með mikilvægt verkefni: að losa plánetuna við mannfólkið! En hvað gerist þegar PóGó kynnist nokkrum ungum Jarðarbúum og fær að fylgja þeim í skólann? Getur PóGó stöðvað eldflaugarnar áður en það er of seint og bjargað þannig nýju vinum sínum? Hvað er málið með allt prumpið og hversu mikinn ís getur PóGó borðað áður en allt fer úr böndunum? PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum er æsispennandi og bráðfyndin saga eftir Bergrúnu Írisi, rithöfund og myndhöfund fjölmargra bóka fyrir börn og ungmenni. Saman mynda texti og teikningar Bergrúnar hrífandi ferðalag um fjölbreytileika mannfólksins, séð með augum geimverunnar PóGó frá Poff. Bókin er unnin í nánu samstarfi við ÖBÍ og fylgja henni ítarlegar og hagnýtar kennsluleiðbeiningar eftir Hjalta Halldórsson og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum Bergrún Íris Sævarsdóttir NÝTT!
21 Íslenska Íslenska | miðstig Málsmiðjan | VE Málsmiðjan er gagnvirkur vefur til að þjálfa málfræði og stafsetningu. Efnið byggir á sömu þáttum og bókin Finnbjörg. Flestum verkefnum er skipt upp í þrjú erfiðleikastig svo hægt er að velja verkefni við hæfi hvers og eins nemanda. Ritunarvefurinn | VE Ritunarvefurinn er verkfærakista fyrir kennara, nemendur, foreldra og aðra áhugasama sem vilja efla sköpun, ritunarfærni og íslenskt mál. Vefurinn sameinar fjölbreytt verkefni, hugmyndir og hagnýt ráð um ritun. Áhersla er lögð á að virkja sköpunarmátt og auka sjálfstraust í meðferð málsins – hvort sem er í kennslu, frístundum eða sjálfsnámi. Efnið nýtist vel á öllum skólastigum og flest verkefnin byggja á útgefnu efni MMS. Heimur í hendi | N | N Heimur í hendi er lestrarbókaflokkur sem tekur mið af áhugamálum nemenda og hugðarefnum þeirra. Í bókunum má finna stuttar frásagnir, fróðleiksmola og fjölbreytt efni sem vekur athygli og áhuga. Áhersla er lögð á lesskilning og eflingu orðaforða með verkefnum og orðskýringum sem fylgja aftast í hverri bók. Titlar í flokknum eru Stöngin inn, Á ögurstundu, Sitthvað á sveimi, Á flandri, Hraðar, hærra, sterkar, Geimurinn og Sveitin. LESTRARBÓK HEIMUR Í HENDI HEIMUR Í HENDI Geimurinn
22 Íslenska Íslenska | miðstig Flökkuskinna, Söguskinna og Töfraskinna | N | N | H | K Lestrarbókaflokkur sem fer um heima og geima. Í Flökkuskinnu er farið með lesendur á fjarlægðar slóðir og sagt frá skemmtilegu fólki, dýrum og hlutum. Í Söguskinnu eru sagðar flökkusögur, gluggað í dagbækur, rýnt í náttúru og umhverfi og fræðst um drauga og varúlfa. Í Töfraskinnu er farið með lesendur í huganum um framandi slóðir og ævintýraheima og kynntar sögur úr ólíkum áttum. Textarnir eru fjölbreyttir og vekja forvitni og verkefnin fjölbreytt og þjálfa ólíka hæfni. Efnið býður upp á samræður, ígrundun og skapandi nálgun. Auðlesnar sögubækur | N | V | N | V | H | K Auðlesnar sögubækur eru ætlaðar nemendum sem þurfa stuðning við lestur eða eiga erfitt með að lesa langan samfelldan texta. Textarnir eru stuttir og aðgengilegir, letrið skýrt og línur stuttar. Myndskreytingar eru ríkulegar og styðja við lesskilning. Flestar bækur eru með hljóðbók þar sem textinn er lesinn skýrt og nemandinn hvattur til að fylgjast með í bókinni á meðan hann hlustar. Með mörgum bókanna fylgja einnig verkefni sem dýpka skilning og þjálfa lestrarfærni. Dæmi um bækur í flokknum eru t.d. Á rás, Ég heiti Grímar, Það kom að Norðan, Hauslausi húsvörðurinn, Fimbulvetur og Leynifundur í Lissabon. Ferðir Ódysseifs og Átök á Ólympsfjalli | N | N | V Í Ferðum Ódysseifs er sögð hin ævintýralega heimför Ódysseifs úr stríðinu við Troju, þar sem hann glímir við furðuskepnur, náttúruöfl og yfirnáttúrulegar áskoranir. Í Átökum á Ólympsfjalli er fjallað um grísku guðina og gyðjurnar – samskipti þeirra, átök og ævintýri á hæsta fjalli Grikklands. BÓKMENNTIR FYRIR MIÐSTIG Töfraskinna BÓKMENNTIR FYRIR MIÐSTIG Ævintýrin geta gerst hvar sem er. Geimverur lenda næstum á íslenskum jökli, brjálaður risi gengur berserksgang, fornir guðir standa í stórræðum og sjálfur dauðinn íhugar tilgang lífsins. Í Töfraskinnu fá lesendur tækifæri til að fara í huganum um framandi slóðir og ævintýraheima og kynnast sögum og menningu úr ólíkum áttum. Töfraskinna er þriðja bókin í röð lestrarbóka og er einkum ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Emil Hjörvar Petersen bókmenntafræðingur og rithöfundur og Harpa Jónsdóttir grunnskólakennari og rithöfundur völdu efni, sömdu texta og verkefni. Kennsluleiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Menntamálastofnunar www.mms.is 05588 Töfraskinna Töfraskinna
23 Íslenska Íslenska | miðstig Trunt, trunt og tröllin og Gegnum holt og hæðir | N | V | N | H | K Tvær bækur með safni íslenskra þjóðsagna og ævintýra. Í Trunt, trunt og tröllin eru þjóðsögur sem skiptast í átta flokka: álfar og huldufólk, draugar, galdrar, kímni- og ýkjusögur, tröll, helgisögur, úr sjó og vötnum og útilegumenn. Gegnum holt og hæðir dregur upp mynd af baðstofumenningu fyrri alda þar sem sögur voru sagðar af furðuverum, náttúruöflum og áskorunum. Bækurnar innihalda inngang fyrir hvern kafla, söguglugga sem kynna sögurnar stuttlega og verkefni í lok hvers texta. Snorra-Edda | N | N | V | H | K Snorra-Edda er endursögð í þremur myndskreyttum bókum: Óðinn og bræður hans, Lífið í Ásgarði og Æsir á fljúgandi ferð. Þær veita nemendum innsýn í helstu goðsögur norrænnar trúar og veröld ásanna. Sjónpróf | N Sjónpróf inniheldur 25 hugleiðingar og spakmæli sett fram í formi gamalla sjónprófa. Sjónprófin má nýta á fjölbreyttan hátt, t.d. til að þjálfa lestur, lesskilning, sjónræna skynjun og dýpri íhugun. Þau vekja forvitni og skapa tækifæri til umræðu um lífið og tilveruna. Efnið hentar vel í íslensku, listgreinar og samfélagsgreinar og eru tillögur að kennsluhugmyndum aftarlega í bókinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=