89 UNGLINGASTIG ERLEND TUNGUMÁL Norden í skolen - Vefur Norden i skolen er vefur fyrir 7.-10. bekk grunnskólans og dönskukennslu á framhaldsskólastigi. Vefurinn gefur kennurum og nemendum á öllum Norðurlöndum nýja möguleika þegar unnið er með norræn tungumál og menningu, loftslag og náttúru. Á vefnum finnur þú allt frá vinaflokkum og spjallmöguleikum til stuttkvikmynda, bókmennta, spila og keppna. Til að geta nálgast kennsluefni á vefnum verða kennarar að stofna aðgang sem er mjög einfalt. LISTGREINAR List fyrir alla List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Á vefnum má finna: • Listviðburðir: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár. • Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla. • Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum. STÆRÐFRÆÐI Fjármálalæsi Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi með þann tilgang að bæta fjármálalæsi ungs fólks og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. Á þeim forsendum tekur starfsfólk fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða þátt í fræðslustörfum undir hatti Fjármálavits og eru aldrei merkt eða talsmenn sinna fyrirtækja í þeim störfum. NÁTTÚRUGREINAR Hringrásarhagkerfið Myndbönd sem snúa að hringrásarhagkerfi, sjálfbærni, endurnýtingu og minnkun kolefnisspors. Efnið var unnið á vegum Austurbrúar og af listafólkinu Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler. Það er sett fram á einfaldan og skemmtilegan hátt og áhersla lögð á að gefa góð ráð um það hvernig við getum öll litið í eigin barm og gert eilítið betur í þessum málum. Þættir 2-4 eru annars vegar með íslenskum texta og hins vegar enskum texta.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=