88 ANNAÐ ÖLL SKÓLASTIG FRÆÐSLUGÁTTIN Á Fræðslugátt Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er allt rafrænt námsefni stofnunarinnar aðgengilegt á einum stað. Fræðslugáttin er aldursskipt og veitir aðgang að fjölmörgum rafbókum, hljóðbókum, vefum og fræðslumyndum sem auðvelt er að nálgast. Undir flipanum Annað efni má auk þess nálgast námstengt efni frá öðrum aðilum. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu ábyrgist ekki efnið. Dæmi um efni: SAMFÉLAGSGREINAR Tæknitröll og íseldfjöll - Frábær störf framtíðarinnar Bók sem breska sendiráðið gaf út en höfundur hennar er sendiherra Breta á Íslandi, Dr. Bryony Mathew. Hægt er að forvitnast um hvaða störf verða mögulega meðal þeirra áhugaverðustu og mikilvægustu á Íslandi á næstu 20 árum, allt frá norðurslóðafræðingi og samvinnuþjarkamiðlara til nanóþjarkaverfræðings og lagareldistæknis. Fræðsla um flóttafólk Fleiri nemendur með bakgrunn flóttafólks eru í skólum en nokkru sinni fyrr og mikilvægt að ræða málefni þeirra og hælisleitenda til að auka þekkingu og skilning. Til að koma til móts við þessa áskorun fyrir kennara hefur Flóttamannastofnun SÞ þróað kennsluefni um fólk á flótta í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (2023). Áður en hafist er handa er mælt með því að kynna sér vel kennarahandbókina sem fylgir efninu. Sterkari út í lífið Markmið þessa verkefnis er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Einnig er möguleiki fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar með þessum hóp að nýta sér efnið. Allt efni hvílir á traustum gagnreyndum grunni. ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL Þetta reddast Námsefnið er hugsað fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað mál á öllum stigum grunnskólans. Efnið er 10 hefti sem hvert um sig er 16 verkefnasíður og fjallar um afmarkað viðfangsefni á fjölbreyttan máta. Með því fylgja kennsluleiðbeiningar, fánaveifur, orðabankar og margvísleg fylgiskjöl. Efnið er í vinnslu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=