81 YNGSTA STIG / MIÐSTIG STÆRÐFRÆÐI YNGSTA STIG Í UNDIRDJÚPUNUM Fjögur æfingahefti Samlagning, Frádráttur, Margföldun og Deiling í stærðfræði fyrir yngsta stig. Í efninu er unnið með tölur lægri en 100. Öll heftin eru til sem rafbækur. KÖNNUM KORTIN 1 OG 2 Í verkefnabókunum Könnum kortin eru viðfangsefni sem þjálfa ýmis hæfniviðmið í stærðfræði fyrir yngsta stig. Nemendur fást meðal annars við að túlka, nota teikningar, myndmál og myndrit sem tengjast umhverfi og daglegu lífi, mæla og velja viðeigandi mælitæki, safna gögnum, flokka og skrá, lesa úr niðurstöðum og setja þær upp myndrænt. STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG – VERKEFNABANKI Í þessum verkefnabanka er að finna verkefni fyrir alla árganga grunnskólans. Verkefnunum er skipt niður í fjóra flokka: tölur og reikning, rúmfræði og mælingar, algebru og tölfræði og líkindi. Innan hvers flokks er verkefnum skipt í fjóra aldursflokka og eru þau þyngdarmerkt innan hvers flokks með einni til þremur stjörnum. Mörg verkefnanna er hægt að aðlaga fleiri aldursstigum. STÆRÐFRÆÐISARPURINN Hér má nálgast ýmiskonar útprentanlegt efni fyrir nemendur í stærðfræði, form, talnalíkur, brotaskífur, tölur, punktanet og verkefni. STÆRÐFRÆÐI PÖDDUR Markmiðið með þessum gagnvirka leik er að þjálfa nemendur í samlagningu, frádrætti og margföldun talna á bilinu 0–9. Námsgagnastofnun 07189 Í bókinni Könnum kortin 1 fylgjumst við með vinunum Ingu og Aroni, ásamt kettinum Hnoðra og hundinum Brútusi. Þau kanna sitt nánasta umhverfi og nota til þess ýmis kort, myndir og mælingar. Í Könnum kortin 1 eru einföld verkefni sem reyna meðal annars á kortalestur og lestur á myndritum, skilning á áttum, hnitum, mælingum. Verkefnin henta best fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Höfundar eru Katrín Ragnarsdóttir og Svala Ágústsdóttir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=