Kynningarskrá 2024

YNGSTA STIG STÆRÐFRÆÐI YNGSTA STIG 79 STÆRÐFRÆÐISPÆJARAR 1, 2, 3 OG 4 Stærðfræðispæjarar er ítarefni í stærðfræði fyrir yngsta stig en getur einnig nýst vel inn í kennslu og nám margbreytilegra nemendahópa Bókunum er skipt upp í fimm kafla: tölur, rúmfræði og form, reikningur, mælingar og tölfræði og hnitakerfi Námsefnið nýtist vel til að uppfylla hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla í stærðfræði og lykilhæfni Ýmiss konar leiðir til að uppfylla þessa þætti eru kynntar og útskýrðar í kennsluleiðbeiningum Kennsluleiðbeiningar spila stórt hlutverk þegar Stærðfræðispæjarar eru nýttir í kennslu og eru leiðbeiningar með hverri opnu Þar er að finna: • hugmyndir að leiðum til að kynna nýtt viðfangsefni í upphafi kafla • hugmyndir að innlögn og þjálfun við hverja opnu • hugmyndir að verkefnum til að vinna í spæjarabókina • hugmyndir að verkefnunum af borði á gólf • meira og fleira, enn fleiri hugmyndir að verkefnum sem oft eru samþætt við aðrar námsgreinar eins og íslensku, útikennslu, listgreinar, upplýsingatækni og hreyfingu • tengingar við annað námsefni s s Sprota, verkefnablöð Sprota, Stærðfræði og bókmenntir og gagnvirkt stærðfræði efni Verkefni við spæjarabók og af borði á gólf eru til þess gerð að flétta enn betur lykilhæfni og hæfniviðmiðum um hæfni á ólíkum sviðum stærðfræðinnar inn í kennslu Táknin eru á víð og dreif í nemendabókinni en hugmyndir að verkefnum við þau eru í kennsluleiðbeiningum Verkefnin við spæjarabók eru unnin í ,,spæjarabókina“ sem er hugsuð sem verkefnabók með auðum blaðsíðum Verkefnin við af borði á gólf eru útfærð sem bókarlaus verkefni 5642 Vala, Róbert og Mosi eru stærðfræðispæjarar sem leiða þig áfram í að rannsaka stærðfræðiverkefni með aðstoð kennarans. Í þessari bók lærum við saman um tölur, rúmfræði og form, reikning, mælingar, tölfræði og hnitakerfi. Nú ert þú í stærðfræðispæjaraliði með Völu, Róberti og Mosa og lærir enn meira um allskonar stærðfræði. Góða skemmtun! 5585 Stærðfræðispjæjararnir Vala, Róbert, Blær og Mosi vilja gjarnan fá þig í lið með sér og halda áfram að rannsaka heim stærðfræðinnar. Í þessari bók skoðum við tölur, rúmfræði og form, reikning, mælingar, tölfræði og hnitakerfi. Ný rannsóknarefni í þessari bók eru meðal annars almenn brot, námundun, margföldun og deiling. Settu upp spæjaragleraugun og komdu í lið með okkur! Höfundar eru Bryndís Stefánsdóttir og Elín Margrét Kristinsdóttir Myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=