Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 75 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG GRÆNU SKREFIN Grænu skrefin er kennslubók í umhverfismennt Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum jarðarinnar, taki eitt skref í einu Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest Efnið samanstendur af nemendabók og kennsluleiðbeiningum á vef ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI HREINT HAF Námsefnið Hreint haf fjallar um haflæsi og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið Bókin samanstendur af fjórum köflum sem fjalla um mikilvægi hafsins í vistkerfinu, þær hættur sem steðja að því og hvernig einstaklingar, nemendur jafnt sem fullorðnir, geta gripið til aðgerða og haft áhrif Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um loftslagsbreytingar, neyslu og sjálfbærni Námsefnið er ætlað nemendum á aldrinum 10–18 ára og tengist vel grunnþáttum menntunar, þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð Að auki styður námsefnið við skuldbindingar Íslands sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Efnið samanstendur af rafbók, kennsluleiðbeiningum, verkefnabanka og hljóðbók SAMAN GEGN MATARSÓUN Saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá ýmsum ólíkum sjónarhornum Bókin samanstendur af tíu fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sín á milli en einnig er hægt að vinna stök verkefni Verkefnin fjalla meðal annars um samfélagslegar, náttúrulegar og fjárhagslegar afleiðingar matarsóunar, af hverju nemendur ættu að láta sig málefnið varða og hvernig þeir geta unnið saman gegn matarsóun Verkefnin eru ætluð nemendum á unglingastigi en henta einnig á miðstigi Efnið samanstendur af rafbók sem er í senn verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=