Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 69 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG SNORRA SAGA Ævi Snorra Sturlusonar rakin í sögulegri skáldsögu. Kennsluleiðbeiningar ásamt verkefnum, samþættingarverkefni með íslensku og hljóðbók eru á vef. LÍFIÐ FYRR OG NÚ – STUTT ÍSLANDSSAGA Bókin er samin með þá nemendur í huga sem ekki ráða við námsefni jafnaldra sinna í Íslandssögu. Texti bókarinnar er stuttur og á léttu máli. Hljóðbók er á vef. JÓN SIGURÐSSON OG HUGMYNDIR 19. ALDAR Markmiðið með bókinni er að samþætta persónu- og stjórnmálasögu annars vegar og félags-, hag- og hugarfarssögu hins vegar. JÓN SIGURÐSSON – KENNSLUHUGMYNDIR, PDF Tengist að mestu leyti efni um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttuna. JÓN SIGURÐSSON – FRÆÐSLUMYND Myndin fjallar um ævi og störf Jóns Sigurðssonar, dvöl hans í Kaupmannahöfn og áhrif hans á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. ÁRIÐ 1918 Þemahefti um árið 1918 sem er eftirminnilegt í sögu Íslendinga vegna ýmissa sögulegra atburða s.s. Kötlugoss, frostavetrarins mikla, spönsku veikinnar og þess að Ísland varð fullvalda ríki. Kennsluleiðbeiningar eru á vef. LEIÐARVÍSIR UM MANNKYNSSÖGUNA Veggspjald í formi tímalínu þar sem fjallað er um sem flest tímabil, heimshluta og menningarsvæði. Atburðirnir tengjast stóruppgötvunum á sviði tækni og vísinda, skipulögðum trúarbrögðum, stjórnmálum, menningu og þjóðflutningum. Veggspjaldinu fylgir rafrænn tímaás. MIÐSTIG / UNGLINGASTIG SAGA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=