Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 66 AURARÁÐ – VINNUHEFTI UM FJÁRMÁL Einnota vinnuhefti um helstu atriði í sambandi við fjármál einstaklinga. Má þar nefna skatta, greiðslukort, lántökur, vanskil, lífeyrissjóði og fleira. FJÁRMÁLALÆSI – FJÁRMÁL EINSTAKLINGA Kennsluefni í fjármálafræðslu. Efnið byggist upp á spili sem á að auðvelda nemendum að átta sig á helstu hugtökum sem tengjast fjármálum. Spilið kallast Splæs og í því eru 32 spil sem prenta þarf út og klippa niður. NÁÐU TÖKUM Á NÁMINU – NÁMSTÆKNI Stutt og hnitmiðuð bók um lykilatriði í námstækni. Kjörinn stuðningur fyrir nemendur við lok miðstigs og á unglingastigi. NÁMSTÆKNI FYRIR EFSTU BEKKI GRUNNSKÓLA Markmið efnisins eru að kynna nemendum árangursríkar aðferðir í námi, stuðla að því að þeir taki námsvenjur sínar til athugunar og setji sér raunhæf markmið í námi. Hagnýt verkefni fylgja. SAMAN Í SÁTT Handbók sem fjallar um leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum. Hér eru ýmis hagnýt ráð og ábendingar. KOMPÁS – UM MANNRÉTTINDAFRÆÐSLU FYRIR UNGT FÓLK Bókin hefur að geyma hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja vitund ungs fólks um mannréttindi. Hún spannar vítt svið mannréttinda. Bókin er aðeins til á vef. MIÐSTIG / UNGLINGASTIG LÍFSLEIKNI ERU FJÁRMÁL STÓRMÁL? Í námsefninu er fjallað um flest sem viðkemur fjármálum ungs fólks, s.s. lán, sparnað og hvernig debet- og kreditkort virka. Einnig er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði eins og orlof, skatta og veikindarétt. Auk þess eru helstu fjármálahugtök útskýrð á auðskiljanlegan hátt. ÉG OG FRAMTÍÐIN Ég og framtíðin er rafrænt efni þar sem finna má texta og verkefni sem er ætlað að aðstoða við námsval sem nemandi stendur frammi fyrir að loknum 10. bekk. Nemendur læra ýmislegt um sig sjálf samhliða því að öðlast meiri þekkingu á þeim fjölmörgu leiðum sem standa til boða. Í náms- og starfsfræðslu kanna nemendur eigin áhuga, styrkleika og færni í tengslum við náms- og starfsferla sem í boði eru. NÝTT NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=