Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 62 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG LÍFSLEIKNI ÉG, ÞÚ OG VIÐ ÖLL – SÖGUR OG STAÐREYNDIR UM JAFNRÉTTI Í þessari bók er boðið upp á eins konar ferðalag til þess að kynnast ýmsum hliðum jafnréttis, svo sem kynjajafnrétti, jafnrétti óháð kynhneigð, milli fatlaðra og ófatlaðra, milli fólks með ólíkan húðlit, tungumál og uppruna. Bókin hentar nemendum í 6. og 7. bekk á miðstigi og jafnvel 8. bekk á unglingastigi. LITLI-KOMPÁS – UM MANNRÉTTINDAMENNTUN FYRIR BÖRN Bókin nýtist kennurum og öðrum sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi. Bókin er einnig til á vef. Á FERÐ OG FLUGI Í UMFERÐINNI Vinnubók í umferðarfræðslu fyrir miðstig grunnskóla. Kennsluleiðbeiningar eru á vef. ALLIR SPENNTIR Fjölnota verkefnahefti í umferðarfræðslu fyrir unglingastig. Kennsluleiðbeiningar eru á vef. ERTU? Vinnuhefti fyrir mið- eða unglingastig. Fjallað er um sjálfsmynd með sjálfsstyrkingu í huga, tilfinningar, samskipti og svo stuttlega um samfélagið. Kennsluleiðbeiningar eru á vef. VERUM VIRK – FÉLAGSSTARF, FUNDIR OG FRAMKOMA Fróðleikur og hagnýt verkefni um ýmislegt sem snýr að þátttöku í félagsmálum, fundarsköpum og framkomu. Verkefnum í lok hvers kafla er ætlað að gæða efnið lífi og setja það í samhengi við reynsluheim ungs fólks. NÝ ÚTGÁFA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=