SAMFÉLAGSGREINAR 61 UNGLINGASTIG / ÖLL SKÓLASTIG LÍFSLEIKNI YNGSTA STIG / MIÐSTIG EITT LÍF - DAGBÓK OG HLAÐVÖRP Eitt líf er námsefni í lífsleikni með forvarnargildi gegn áhættuhegðun. Um er að ræða dagbók og 10 hlaðvörp fyrir nemendur og ítarlegar leiðbeiningar fyrir kennara. Námsefnið beinir sjónum að alhliða heilsu einstaklinga og kennir ungmennum að huga að andlegri og félagslegri heilsu sinni sem og líkamlegri. Farið er yfir ýmsa verndandi þætti með fræðslu, umræðum og verkefnum. Í hlaðvörpunum ræða grunnskólanemendur við sérfræðinga um: • Staðalmyndir, sjálfsmynd og umhverfi • Tilfinningar og bjargráð • Gagnrýnin hugsun, ákvarðanataka og venjur • Mörk – Taktu pláss • Heilsa, svefn, skjánotkun, hreyfing, næring og félagar • Líkamsvitund/líkamsmynd • Geðrækt, núvitund og hugarró • Hjálp, hvert get ég leitað? Hvaða aðstoð er í boði? • Farsæld barna • Markmiðasetning, seigla, árangur og draumalífið Á meðan hlustað er á efnið er hægt að skrifa hugrenningar í dagbókina. ÚT FYRIR BOXIÐ - HÖNNUNARHUGSUN OG 21. ALDAR FÆRNI Handbók og verkfærakista fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum sem fjallar um hönnunarhugsun og sýnir möguleikana sem hún býður upp á í skólastarfi. Handbókin er stuðningsefni fyrir 42 spjöld með skref-fyrir-skref leiðbeiningum um notkun aðferða skapandi hugsunar í skólastarfi. Spjöldin er hægt að nota þegar verið er að skipuleggja verkefni og kennsluhætti bæði í einstökum námsgreinum og í tengslum við raunveruleg þverfagleg verkefni. Hönnunarhugsun stuðlar að skapandi og virkum lærdómi nemenda og stuðlar að samvinnu, upplýsingaöflun, hugmyndavinnu og sköpun lausna. NÝTT NÝTT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=