Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 60 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG LÍFSLEIKNI STARFSBRAUTIR Námsefnið Kynþroskárin og Allt um ástina er ætlað börnum og ungmennum með auknar stuðningsþarfir sem þurfa aðlagað námsefni. Efnið er samstarfsverkefni Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem sér um útgáfu á efninu en höfundar starfa hjá RGR. KYNÞROSKAÁRIN Kynþroski er tími breytinga, líkaminn breytist sem og tilfinningar okkar. Þá taka samskipti og sambönd okkar við aðra líka breytingum. Þetta tímabil reynir stundum á unglinginn og nánasta umhverfi hans. Undirbúa þarf barnið vel undir unglingsárin og er mikilvægt að byrja snemma að kenna grundvallarhugtök um samskipti og kynverund áður en hinn eiginlegi kynþroski hefst. Það auðveldar allt lærdómsferlið, sérstaklega þegar um ræðir börn með þroskafrávik sem þurfa aðlagað námsefni. Námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar á vef. ALLT UM ÁSTINA Námsefnið Allt um ástina er ætlað nemendum með öðruvísi taugaþroska sem þurfa aðlagað námsefni. Efnið er hugsað til notkunar í eldri bekkjum grunnskóla og á starfsbrautum framhaldsskóla. Þá nýtist efnið einnig í fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk. Námsefninu er ætlað að efla nemendur til að vera betur í stakk búin að stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti. Efla færni til að setja öðrum mörk í samskiptum, læra leiðir til til að kynnast öðrum með náin sambönd í huga og þekkja hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Auk þess að læra að hlúa betur að sjálfum sér og eigin líðan sem og að kynnast sér, sínum löngunum og hvað það er sem heillar í fari annarra. Námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar á vef. KYNBUNDIÐ OFBELDI OG SKÓLAKERFIÐ – KENNARAHANDBÓK Árið 2019 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Í áætluninni áhersla á að það þurfi að uppræta kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreiti með samstilltu átaki, byggðu á djúpstæðum skilningi á ofbeldinu. Útgáfa þessarar kennarahandbókar er liður í því að tryggja þekkingu skólastarfsfólks á forvörnum, fræðslu og viðbrögðum. Kynbundið ofbeldi er því sannarlega viðfangsefni skólakerfisins. Til mikils er að vinna með að ná snemma til ungra brotaþola og styðja í átt að betri líðan. Enn frekari ávinningur felst þó í því að ná til gerenda og mögulegra framtíðargerenda snemma og reyna að stýra þeim frá því að beita ofbeldi en eingöngu þannig verður kynferðisofbeldi upprætt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=