Kynningarskrá 2024

5 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG ERLEND TUNGUMÁL MIÐSTIG / UNGLINGASTIG DANSKA BORDBOMBE Borðbomba eða orðabomba inniheldur margvísleg orð og texta en í henni eru m a smásögur og ljóð eftir danska höfunda, sjálfspróf, skrýtlur, vandræðaleg augnablik og dægurlagatextar Nemendur geta unnið nokkuð sjálfstætt með efnið og oft valið framsetningu verkefna Mörg verkefni má vinna í snjalltækjum ef áhugi er fyrir því LIGE I LOMMEN Vefur fyrir unglingastig sem er ætlað að auka færni nemenda í að hlusta og tjá sig á dönsku Hann samanstendur m a af myndböndum og fjölbreyttum verkefnum þar sem tölvur og snjallsímar nýtast við lausn verkefna PINLIGT! Í bókinni, sem er ætluð unglingum, eru brot úr dönskum smásögum og bókaköflum Við val á textum var mikilvægasta viðmiðið að sögurnar væru vandaðir bókmenntatextar Kennsluleiðbeiningar og verkefni eru á vef Efnið er á útleið, dreift á meðan birgðir endast GRAMMATIK Handbók í danskri málfræði fyrir grunnskóla Farið er í helstu grunnreglur í danskri málfræði Á vefnum eru verkefni til útprentunar ásamt lausnum á læstu svæði EVRÓPSKA TUNGUMÁLAMAPPAN Evrópska tungumálamappan (European Language Portfolio) fyrir grunn-skólastig er gefin út á vegum menntamálaráðuneytisins og vottuð af Evrópuráðinu í Strasbourg Mappan er í þremur hlutum sem eru tungumálapassi, námsferilskrá og safnmappa Efnið er á pdf-formi til útprentunar og ljósritunar Einnig er á vefnum Evrópska tungumálamappan fyrir framhaldsskólastig Bordbombe eller ordbombe? Mörg orð prýða bókina en í henni eru smásögur og ljóð eftir danska höfunda, sjálfspróf, skrýtlur, vandræðaleg augnablik og fleira. Textarnir eru fjölbreyttir og verkefnin aðgengileg. Margar teikningar prýða einnig bókina og styðja við textana. Brimrún Höskuldsdóttir og Hildur Ásta Viggósdóttir völdu efnið, sömdu verkefnin og útfærðu þau með nemendum sínum. Þær eru grunnskólakennarar og hafa mikla reynslu af dönskukennslu. 7199

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=