Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 56 HEIMSREISA Tilgangurinn með vefnum er að gera Google Earth að öflugu náms- og kennsluverkfæri. Verkefnin eru sniðin að nemendum og miða að því að auka hæfni þeirra í notkun vefjarins hvort heldur er í skólum eða utan þeirra. Forritið býður upp á rafræn og gagnvirk vinnubrögð í landafræði. VERÐUR HEIMURINN BETRI? Í bókinni Verður heimurinn betri? er að finna fróðleik og upp-lýsingar um stöðu þróunarmála í heiminum. Í efninu er lýsing á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og skoðað hvernig heimurinn breytist og batnar vonandi. Heimsmarkmiðin tóku gildi 2016 og marka leiðina til sjálfbærrar framtíðar fyrir Jörðina og íbúa hennar til 2030. KVISTIR – MYNDBÚTAR Í SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINUM Á vefnum Kvistir er að finna stuttar fræðslumyndir í náttúrufræði og samfélagsgreinum sem keyptir hafa verið af verðlaunavefnum Twig. AUSTUR-GRÆNLAND, Á ÍSNUM – FRÆÐSLUMYND Myndin er tekin síðla vetrar í nyrstu byggðum á austurströnd Grænlands við Scoresby-sund. AUSTUR-GRÆNLAND, FÓLK Á FERÐ – FRÆÐSLUMYND Í myndinni er fjallað um rannsóknir mannfræðinga á Austur-Grænlandi. EIN JÖRÐ – FRÆÐSLUMYNDAFLOKKUR Ein Jörð – Indland, Tyrkland, Taíland, Eystrasaltslöndin. RÍKI HEIMS – FRÆÐSLUMYNDAFLOKKUR Ríki heims – Kína, efnahagslegt heimsveldi, Indland, risinn í austri, Suður-Ameríka, Japan, 21. öldin, Brasilía, nýtt heimsveldi, Afríka sunnan Sahara, Amason, glötuð paradís, Indónesía, land í Suðaustur-Asíu og Suður-Asía, fólk og staðir. Kennsluleiðbeiningar með myndunum eru á vef. UNGLINGASTIG LANDAFRÆÐI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=