SAMFÉLAGSGREINAR 54 ÍSLAND HÉR BÚUM VIÐ Bókin er ætluð nemendum á miðstigi í grunnskóla. Henni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um kort og kortalestur, náttúru Íslands, náttúruauðlindir, atvinnulíf og umhverfið. Í öðrum hluta bókarinnar er fjallað sérstaklega um hvern landshluta fyrir sig. Í þriðja hluta er örstutt umfjöllun um heimabyggðina. Bókinni fylgir vinnubók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningar. ÍSLANDSKORT BARNANNA Á kortinu eru gamansamar teikningar og tenging í sögulega viðburði. Þar er einnig bent á náttúruperlur og sögustaði á landinu. Á jaðri þess eru taldir upp nokkrir sögulegir atburðir og bent á hvar þeir áttu sér stað. Kortið hentar vel við landafræði- og sögukennslu. KORTAVEFSJÁ AF ÍSLANDI Upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og þjóðgarða ásamt myndum. Vefurinn var uppfærður 2014 og bætt inn 150 stöðum á landinu. VEFRALLÝ UM ÍSLAND, PDF Verkefni til útprentunar þar sem nemendur vinna verkefni m.a. í tengslum við vefinn Kortavefsjá af Íslandi og bókina Ísland, veröld til að njóta með hjálp netsins. ÍSLAND, LANDIÐ OKKAR Bókin er einkum ætluð nemendum sem ekki geta notað almennt námsefni í landafræði. SURTSEY – EYJAN SVARTA Við sjáum eyjuna verða til og rætt er við vísindamenn sem fylgdust með gosinu og hafa fylgst með þróun eyjarinnar. ísland – Hér búum við íslanD Hér búum við Kennslubók þessi í landafræði er einkum ætluð nemendum á miðstigi í grunnskóla. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um kort og kortalestur, náttúru Íslands, náttúruauðlindir, atvinnulíf og umhverfi. Í öðrum hluta bókarinnar hefur landinu verið skipt upp og er rætt sérstaklega um hvern landshluta fyrir sig: Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og hálendið. Í hverjum landshlutakafla er fjallað um sérkenni náttúru, mannlíf, atvinnulíf og samgöngur, auk þess sem valdir staðir eru skoðaðir. Köflunum fylgja líka falleg kort svo auðveldara sé að átta sig á ýmsum staðreyndum. Í þriðja hluta bókarinnar er örstutt umfjöllun um heimabyggðina. Þar er sjónum beint að nærumhverfi nemenda. Ítarlegar er unnið með þann hluta í verkefnabók sem fylgir kennslubókinni. Bókinni fylgir einnig hljóðbók og kennsluleiðbeiningar. Höfundur bókarinnar er Hilmar Egill Sveinbjörnsson landfræðingur og kennari. 07334 Hér búum við YNGSTA- OG MIÐSTIG LANDAFRÆÐI Í bókunum, sem eru einnota verkefnabækur, eru einföld verkefni sem reyna meðal annars á kortalestur og lestur á myndritum, skilning á áttum, hnitum og mælingum. KÖNNUM KORTIN 1 OG 2 SJÁ EINNIG NÁTTÚRUFRÆÐI Komdu og skoðaðu … KOMDU OG SKOÐAÐU 7190 Í bókinni Könnum kortin 2 fylgjumst við áfram með vinunum Ingu og Aroni, ásamt kettinum Hnoðra og hundinum Brútusi. Þau ferðast um landið með fjölskyldum sínum og læra ýmislegt nytsamlegt á leiðinni. Í Könnum kortin 2 eru verkefni sem reyna meðal annars á skilning á áttum, hnitum, mælingum, kortalestur og lestur á myndritum. Verkefnin henta best fyrir nemendur á yngsta stig og miðstigi grunnskólans. Höfundar eru Katrín Ragnarsdóttir og Svala Ágústsdóttir. Letur heitir 42 Námsgagnastofnun 07189 Í bókinni Könnum kortin 1 fylgjumst við með vinunum Ingu og Aroni, ásamt kettinum Hnoðra og hundinum Brútusi. Þau kanna sitt nánasta umhverfi og nota til þess ýmis kort, myndir og mælingar. Í Könnum kortin 1 eru einföld verkefni sem reyna meðal annars á kortalestur og lestur á myndritum, skilning á áttum, hnitum, mælingum. Verkefnin henta best fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Höfundar eru Katrín Ragnarsdóttir og Svala Ágústsdóttir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=