Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 53 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG MIÐSTIG / UNGLINGASTIG HEIMSPEKI HUGRÚN – SÖGUR OG SAMRÆÐUÆFINGAR Bókin er ætluð til heimspekilegrar samræðu með börnum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla Í henni eru 19 sögur sem fjalla m a um sannleika, skilning, nísku, frelsi, óendanleika, mannlegt eðli, fréttamat, vináttu, kærleik, fegurð og ljótleika Á eftir hverri sögu er umræðuverkefni Fremst í bókinni er inntak hverrar sögu kynnt Bókinni fylgir vinnubók sem hægt er að nota samhliða lestri hennar 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI Í bókinni eru 68 fjölbreyttar æfingar í heimspeki Þær má nota í allflestum námsgreinum til þess að spyrja, hugsa og rökræða Æfingarnar eru í níu efnisflokkum Í þeim er meðal annars unnið með heimspekilegar upphitunaræfingar, fjallað um siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur ásamt því að þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun HVAÐ HELDUR ÞÚ? Námsefninu Hvað heldur þú? er ætlað að þjálfa gagnrýna hugsun Að nemendur séu virkir í þekkingarleit og leiti svara og lausna í gagnrýnu samfélagi sínu Slík vinnubrögð efla læsi og lýðræðislega hugsun, geta af sér fjölmörg tækifæri til skapandi hugsunar og úrvinnslu, gera kröfu um jafnræði meðal nemenda og starfsmanna og stuðla að heilbrigði og velferð nemenda á víðtækan hátt Efnið samanstendur af rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef HVAÐ HELDUR ÞÚ? Um gagnrýna hugsun SJÁLFBÆRNI Námsefnið Sjálfbærni miðar að því að fræða nemendur á unglingastigi um sjálfbærni á hinum ýmsum sviðum samfélagsins Farið er í hvernig sjálfbærni er mikilvæg fyrir mannkynið í heild og fyrir mannkynið í heild og grundvallarfræðslu um samfélag og náttúru og í framhaldi rætt um hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og haft áhrif á nærumhverfi sitt og samfélag sitt í heild Námsefnið skiptist í sjö kafla Fyrsti kafli fjallar um menningarlega fjölbreytni og umburðarlyndi, annar um jafnrétti kynja og þriðji um mannréttindi Í fjórða kafla er farið í friðsamlega menningu, í fimmta kafla loftslagsbreytingar, í sjötta kafla sjálfbærni í náttúrunni og sjöundi kafli fjallar um sjálfbæra neyslu og framleiðslu Á sjálfbærnivefnum má finna myndbönd, texta og verkefni fyrir nemendur og gæðakannanir fyrir nemendur, skóla og samfélög Efnið samanstendur af rafbók, verkefnabanka og gæðavísi NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=