Kynningarskrá 2024

SAMFÉLAGSGREINAR 52 YNGSTA STIG Í námsefninu er sagt frá níu börnum sem stofna Grúskfélag og fylgja þau nemendum í gegnum allt námsefnið. Námsefnið er sniðið að hæfniviðmiðum samfélags- og náttúrugreina fyrir yngsta stig grunnskólans, lykilhæfni, grunnþáttum menntunar, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og fjölgreindarkenningu Gardners. Efnið samanstendur af nemendabók, verkefnabók og kennsluleiðbeiningum. Nemendabókunum er skipt í tvo hluta, náttúrugreinar og samfélagsgreinar. Hver bók samanstendur af 9 köflum. Í Halló heimur 1 – Grúskarar hefja störf! eru kaflarnir árstíðir, ljós og skuggar, mannslíkaminn, húsdýr og gæludýr, umferðin, umhverfið okkar, trú, sjálfsmyndin og fjölskyldan. Í Halló heimur 2 – Áfram með grúskið! eru kaflarnir vatn, loft og hljóð, líkami og sál, fuglar og villt spendýr, verum örugg, landnám Íslands, trú, hver er ég? og einu sinni var. Í Halló heimur 3 – Grúskarar á fleygiferð! eru kaflarnir himingeimurinn, kraftur og hreyfing, heilbrigð sál í hraustum líkama, um blóm og tré, öryggi í umhverfinu, eldfjallaeyjan Ísland, trúarbrögð, ég er nóg og Ísland er land þitt. Námsefninu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar á vef. Framsetning er hnitmiðuð en innihaldið hlaðið upplýsingum, ítarefni, hugmyndum að skapandi verkefnum, leiðum til að samþætta aðrar námsgreinar við námsefnið og ýmiss konar fylgiskjölum. Í kennsluleiðbeiningunum er jafnframt saga af krökkunum í Grúskfélaginu, ein saga fyrir hvern kafla. Sagan er kveikja að nýjum kafla og er söguþráður hennar hugsaður sem spírall í gegnum allt námsefnið. Í verkefnabókunum eru úrvinnsluefni tengd hverjum kafla. Verkefnin eru afar fjölbreytt og sett fram í formi lesturs, orðaleikja, hugtakavinnu, ritunar, stafsetningar, spila, tilrauna og athugana. HALLÓ HEIMUR 1, 2 OG 3 – SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=