49 UNGLINGASTIG NÁTTÚRUGREINAR UNGLINGASTIG EFNISHEIMURINN Bókin fjallar um helstu flokka efna, frumeindir og sameindir, efnabreytingar og lotukerfið. Í henni er fjöldi einfaldra athugana. Hljóðbók er á vef ásamt kennsluleiðbeiningum. ÓDÝRAR OG EINFALDAR TILRAUNIR Í EÐLISFRÆÐI Hugmyndabanki með tólf einföldum tilraunum í eðlisfræði fyrir unglingastig, kennsluleiðbeiningum og verkefnablöðum fyrir nemendur. CO ² – FRAMTÍÐIN Í OKKAR HÖNDUM – ÞEMAHEFTI Námsefni um loftslagsbreytingar. Þær miklu breytingar á hitastigi sem hafa orðið undanfarna áratugi á jörðinni eru flestum kunnar. Kennsluleiðbeiningar eru á vef ásamt fjölbreyttum verkefnum fyrir ólíka aldurshópa. KVISTIR – MYNDBÚTAR Í NÁTTÚRU- OG SAMFÉLAGSGREINUM Á vefnum Kvistir er að finna stuttar fræðslumyndir í landafræði, jarðfræði, eðlisfræði og líffræði sem keyptar hafa verið af verðlaunavefnum Twig eða http://www.twig-world.com/. Vefurinn er afar vinsæll breskur kennsluvefur sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga, t.d. Bett-verðlaunin. Á vefnum eru nú um 70 myndir. JARÐFRÆÐIVEFURINN Vefurinn skiptist í þrjá hluta: uppbygging jarðar, jarðskjálftar og eldgos.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=