Kynningarskrá 2024

48 NÁTTÚRUGREINAR UNGLINGASTIG EÐLISFRÆÐI 1 Í upphafi er fjallað um rafmagn, eðli þess og eiginleika. Þá kemur kafli um hljóð þar sem m.a. er lögð áhersla á hljóðið í umhverfi fólks. Því næst kemur kafli um varma og veður og lítillega er fjallað um massa og að lokum er kafli um eðli ljóssins og einkenni þar sem m.a. er fjallað um þróun ljósleiðaratækni, geislun og fleira. EÐLISFRÆÐI 2 Kaflarnir í þessari bók eru um kraft og hreyfing, þrýsting, rafmagn og segulmagn og loks orku og afl. Hver meginkafli skiptist í nokkra undir- kafla. Í upphafi hvers kafla er stuttur inngangur, ásamt markmiðum kaflans og yfirliti. Ítarefni af ýmsum toga er í sérstökum rammaklausum. Í lok hvers undirkafla eru sjálfspróf. Bókunum fylgir hljóðbók en lausnir og próf eru á læstu svæði kennara. EÐLISFRÆÐI 3 Bókin skiptist í fjóra meginkafla sem hefjast á opnu með stuttum inngangi og myndum, markmiðum kaflans og nánara efnisyfirliti. Hver kafli greinist svo í nokkra undirkafla. Fyrsti kafli er um kjarn- eðlisfræði. Í öðrum kafla er inntakið orkuöflun mannkyns. Þriðji kafli fjallar um sólkerfið og sá fjórði um alheiminn. Við lok hvers undirkafla er sjálfspróf úr efni kaflans ásamt nokkrum grunnhugtökum. Á vef eru kennsluleiðbeiningar ásamt rafbókum og hljóðbókum. EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI 1 Efni á vef sem skiptist í fjóra kafla sem fjalla um heim eðlisfræðinnar, krafta og orku, hitastig og varmaorku og að lokum er fjallað um krafta í vökvum og lofti. Efninu fylgja kennsluleiðbeiningar. NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR Náttúra til framtíðar er námsefni fyrir unglingastig grunnskóla og framhaldsskóla um landlæsi, vistheimt og náttúruvernd. Bókin samanstendur af fjórum hlutum. Í þeim fyrsta er almenn fræðsla um vistkerfi, lífbreytileika, sjálfbærni, gróðurhúsaáhrif, vistheimt og hvernig er hægt að lesa í landið. Næstu þremur köflum er skipt niður í söguverkefni/hlutverkaleiki, hópaverkefni og tilraunir. Með námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar á vef. EÐLISFRÆÐI 1, 2 OG 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=