Kynningarskrá 2024

47 UNGLINGASTIG NÁTTÚRUGREINAR UNGLINGASTIG LITRÓF NÁTTÚRUNNAR LÍFHEIMURINN Um lífið á jörðinni Greint er frá algengri skiptingu lífvera í hópa og rætt um einkenni og gerð lífvera í hverjum þeirra Að lokum er umfjöllun um atferli dýra MANNSLÍKAMINN Í bókinni er fjallað um frumur, síðan er umfjöllun um einstök líffæri og líffærakerfi og greint frá gerð þeirra og helstu verkefnum MAÐUR OG NÁTTÚRA Í upphafi er fjallað um ljóstillífun og bruna og þátt grænna plantna í að skapa öðrum lífverum lífsskilyrði Síðan er umfjöllun um vistfræði og lýst tengslum mismunandi lífvera og umhverfis þeirra Þá er greint frá þróun umhverfismála og hvernig áherslan hefur færst frá hinu staðbundna til hins hnattræna Því næst er kynning á erfðafræði og loks er rætt um þróun lífs á jörðinni Kennarabækur fást og verkefni til útprentunar fylgja öllum bókunum í flokknum Prófabankar eru á læstu svæði kennara á vef Hljóðbækur og rafbækur eru á vef LITRÓF NÁTTÚRUNNAR – GAGNVIRK VERKEFNI Gagnvirkar krossaspurningar í náttúrufræði sem eru tengdar bókaflokknum Litróf náttúrunnar Efninu er ætlað að auðvelda nemendum að ná tökum á efnisþáttum bókanna, auk þess að þjálfa þá í að vinna fjölbreytt verkefni Nemendur geta fylgst með hve mörgum spurningum þeir ná að svara rétt hverju sinni SJÁLFBÆRNI Námsefnið Sjálfbærni miðar að því að fræða nemendur á unglingastigi um sjálfbærni á hinum ýmsum sviðum samfélagsins Farið er í hvernig sjálfbærni er mikilvæg fyrir mannkynið í heild og fyrir mannkynið í heild og grundvallarfræðslu um samfélag og náttúru og í framhaldi rætt um hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og haft áhrif á nærumhverfi sitt og samfélag sitt í heild Námsefnið skiptist í sjö kafla Fyrsti kafli fjallar um menningarlega fjölbreytni og umburðarlyndi, annar um jafnrétti kynja og þriðji um mannréttindi Í fjórða kafla er farið í friðsamlega menningu, í fimmta kafla loftslagsbreytingar, í sjötta kafla sjálfbærni í náttúrunni og sjöundi kafli fjallar um sjálfbæra neyslu og framleiðslu Á sjálfbærnivefnum má finna myndbönd, texta og verkefni fyrir nemendur og gæðakannanir fyrir nemendur, skóla og samfélög Efnið samanstendur af rafbók, verkefnabanka og gæðavísi NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=