Kynningarskrá 2024

45 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG NÁTTÚRUGREINAR MIÐSTIG / UNGLINGASTIG AUÐVITAÐ NÁTTÚRULEGA 1, 2 OG 3 Námsefni í eðlis-, efna- og jarðfræði fyrir miðstig grunnskóla Kennsluleiðbeiningarnar eru orðnar viðameiri Efninu er skipað niður í meginatriðum þannig að eðlisfræðin er í fyrstu bókinni, jarðfræðin í annarri og efnafræðin í þeirri þriðju Á vef eru kennsluleiðbeiningar ásamt rafbókum og hljóðbókum AUÐVITAÐ 1 – Á FERÐ OG FLUGI Saga vísindanna, ljós, speglar og linsur, kraftar, vélar, mælingar og hljóð AUÐVITAÐ 2 – JÖRÐ Í ALHEIMI Fjallað um sólkerfið, jörðina og sögu hennar, myndun Íslands, landmótun, hafið, veður og loftslag AUÐVITAÐ 3 – HEIMILI Um nýsköpun og vísindaleg vinnubrögð, einfalda efnafræði, rúmmál, massa, varma, hamskipti, hitaþenslu, leysni og orku GRÆNU SKREFIN Grænu skrefin er kennslubók í umhverfismennt Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum jarðarinnar, taki eitt skref í einu Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest Efnið samanstendur af nemendabók og kennsluleiðbeiningum á vef Náttúrulega er kjarnaefni í náttúrugreinum fyrir miðstig Námsefnið er sniðið að hæfniviðmiðum náttúrugreina fyrir miðstig grunnskólans, lykilhæfni og grunnþætti menntunar Efnið samanstendur af nemendabók, rafbók með stafrænum viðbótum, verkefnabók, kennsluleiðbeiningum, námsmatsbanka og gagnvirkum verkefnum Í kennsluleiðbeiningunum er sýnt fram á hvernig hægt er að aðlaga efnið fyrir nemendur sem þess þurfa ásamt hugmyndum að verkefnum og æfingum Í námsmatsbanka eru tillögur að námsmati, m a í formi verklegra æfinga, tilrauna, prófa og hópverkefna 5902 NÁTTÚRULEGA 1 Halló! Núna ert þú á leið í náttúrufræði þar sem þú lærir sannleikann um náttúruna. Þar er hægt að komast nær því að skilja hvernig heimurinn virkar en allt í kringum þig er náttúrufræði! Meira að segja það að sjá er náttúrufræði og þú færð aðeins að kynnast því í bókinni. Í þessari bók munt þú læra ýmislegt fleira um náttúruna og hvernig lífið á jörðinni byrjaði. Þú lærir um líkamann þinn, hvernig hann stendur uppréttur og hvernig hann getur hreyft sig. Þú færð að gera vísindatilraunir, prófa þig áfram og reyna að finna upp á nýjum hlut! Þú munt líka rannsaka veðrið, skoða náttúruna og skilja betur hvers vegna Ísland er eins og það er. Góða skemmtun! Náttúrulega 1 er fyrsta kennslubókin af þremur í bókaflokknum. Hann er ætlaður í kennslu í náttúrugreinum fyrir miðstig. Með bókinni fylgir vinnubók, kennsluleið- beiningar, gagnvirkur spurningabanki, námsmatsbanki og fleira. Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur er Krumla NÁTTÚRULEGA 1 NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=