Kynningarskrá 2024

43 YNGSTA STIG / MIÐSTIG NÁTTÚRUGREINAR HANI, KRUMMI, HUNDUR, SVÍN … Í bókinni er fjallað um íslensk húsdýr og ýmislegt sem tengist þeim Sagt er frá hvað einkennir húsdýr, hvernig þau fluttust til landsins, nýtingu þeirra og fleira Einstökum tegundum húsdýra er lýst í máli og myndum ÍSLENSKU HÚSDÝRIN OG ÍSLENSK LANDSPENDÝR Á vefjunum er margvíslegur fróðleikur um íslensk húsdýr og íslensk landspendýr LÍFIÐ Í SVEITINNI Fræðslumynd um líf sauðfjárbænda Myndin er tekin á sauðfjárbúinu Sléttu við Reyðarfjörð og sýnir fjölbreytt störf bænda árið um kring Fjallað er m a um fengitíma, sauðburð, rúning, heyannir og smalamennsku LÍFRÍKIÐ Í SJÓ Í bókinni er lögð áhersla á að skoða hvernig lífríki og ólíkt umhverfi spila saman Kennsluleiðbeiningar fást og hljóðbók er á vef LÍF Á LANDI Umfjöllunarefni bókarinnar er landið og lífríki þess, skógar, hraun, móar, melar, votlendi, valllendi, fjöll og manngert umhverfi Mikill fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga prýðir bókina Kennsluleiðbeiningar og hljóðbók eru á vef GREININGARLYKLAR UM SMÁDÝR Greiningarlyklarnir eru hugsaðir til að auðvelda nemendum að greina einstakar tegundir smádýra sem þeir kunna að rekast á í vettvangsferðum Greiningarlyklar og upplýsingavefur um smádýr sem finnast á landi, í fjörum og í vötnum VERKLEGAR ÆFINGAR Í NÁTTÚRUFRÆÐI 5.–7. BEKKUR Safn fjölbreyttra verklegra æfinga í eðlis- og efnafræði Æfingarnar má nýta með öllu grunnefni í náttúrufræðum Kennarasíða fylgir hverju verkefni YNGSTA STIG / MIÐSTIG NÁTTÚRAN OKKAR Námsefnið Náttúran okkar fjallar um ýmis umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim Vistheimt, eða endurheimt vistkerfa, er ein slík lausn en það er ferli sem hjálpar náttúrunni að lækna sig sjálfa Nemendur eru kynntir fyrir almennum umhverfishugtökum eins og vistkerfi, gróðurhúsaáhrifum, lífbreytileika og vistheimt en einnig verður rætt um valdeflingu og hvernig nemendurnir sjálfir geta hjálpað náttúrunni og unnið með henni Námsefninu fylgir verkefnabanki með fjölbreyttum verkefnum þar sem nemendur vinna að því að læra á umhverfi sitt og sinna því Efnið samanstendur af rafbók og verkefnabanka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=