Kynningarskrá 2024

35 TÓNMENNT HLJÓÐSPOR Dægurtónlistin óx úr grasi á 20. öld ríkulega nærð á auglýsingum og sölumennsku. Henni var snemma ætlað að ná til stórs hóps kaupenda með prentuðum nótum, blöðum, tímaritum og hljómplötum. Tónlist hefur jafnan þrifist best á tískusveiflum og sífelldum nýjungum. Sagan er rakin í þessari bók, allt frá myrkviðum Afríku til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og hingað upp til Íslands. Kennarabók fæst og hlustunarefni á læstu svæði kennara. Verkefni eru til útprentunar á vef. DÆGURSPOR Systurbók Hljóðspora sem sagði sögu af blús og rokki. Þessi heldur sig við dægurtónlist, vals, tangó, revíur, sjómannalög og dægurlög alls konar en segir um leið frá tíðaranda og tísku eins og Hljóðsporin. Í báðum bókum er því heilmikil menningarsaga og samfélagsfræði. Með Dægursporum fylgja kennsluleiðbeiningar og verkefni á vef ásamt hlustunarefni á læstu svæði kennara. SÖNGVASAFN Hér má finna rúmlega 200 sönglög, útsett fyrir píanóundirleik og með bókstafshljómum til að auðvelda gítarundirleik. Í eftirmála eru m.a. skýringar hljómatákna og aftast í bókinni fróðlegar athugasemdir við ýmis lög, uppruna þeirra og útsetningar. SÖNGVASAFN 1 OG SÖNGVASAFN 2 Söngvasöfn fyrir yngsta stig grunnskóla. Nýtist einnig eldri börnum. Bækurnar innihalda lög með nótnasettum laglínum, bókstafshljómum og textum. SYNGJANDI SKÓLI Námsefnið Syngjandi skóli hefur að geyma 44 sígild lög og kvæði úr þjóðararfinum. Í bókinni eru lögin nótnasett og kvæðin prentuð. Bókinni fylgir hljóðefni á vef. Dægurspor Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög. Dægurspor binda sig ekki við tónlist heldur skoða einnig tíðaranda, hin margvíslegu litbrigði mannlífsins. Nefna má rómantíkina, fallega tímabilið, vesturferðir, suðupott ólíkra þjóðabrota í New Orleans, jarðveg þann sem tangóinn spratt úr en einnig það samfélag á Íslandi sem gat af sér M.A. kvartettinn, Litlu fluguna, Ingibjörgu Þorbergs, Jónas og Jón Múla, Eyjalögin, Hauk, Ellý, Ragnar og KK-sextettinn. Dægurspor er systurbók Hljóðspora sem kom út árið 2007. Sú bók fjallaði um blús og rokk, rætur og afsprengi þeirra fyrirbæra. Dægursporum fylgir öflugt kennaraefni á vef Menntamálastofnunar. Einnig hlustunarefni og verkefni á vef. Þetta námsefni er einkum ætlað mið- og unglingastigi. 7120 Pétur Hafþór Jónsson ægurspor D ♪ ♪ ♫ Dægurspor Pétur Hafþór Jónsson 1 Dægurspor Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög. Dægurspor binda sig ekki við tónlist heldur skoða einnig tíðaranda, hin margvíslegu litbrigði mannlífsins. Nefna má rómantíkina, fallega tímabilið, vesturferðir, suðupott ólíkra þjóðabrota í New Orleans, jarðveg þann sem tangóinn spratt úr en einnig það samfélag á Íslandi sem gat af sér M.A. kvartettinn, Litlu fluguna, Ingibjörgu Þorbergs, Jónas og Jón Múla, Eyjalögin, Hauk, Ellý, Ragnar og KK-sextettinn. Dægurspor er systurbók Hljóðspora sem kom út árið 2007. Sú bók fjallaði um blús og rokk, rætur og afsprengi þeirra fyrirbæra. Dægursporum fylgir öflugt kennaraefni á vef Menntamálastofnunar. Einnig hlustunarefni og verkefni á vef. Þetta námsefni er einkum ætlað mið- og unglingastigi. 7120 Pétur Hafþór Jónsson ægurspor D ♪ ♪ ♫ Dægurspor Pétur Hafþór Jónsson VERKEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=