LIST- OG VERKGREINAR 32 MYNDMENNT LISTAVEFURINN Vefurinn skiptist í sjö hluta, þeir eru: miðlar, vinnustofur, listasaga, frumþættir, hugtök, listamenn og meira. Auk þess eru verkefni sem tilheyra m.a. miðlum og vinnustofum. Hægt er að leita eftir tilteknum verkefnum með því að slá inn leitarorð eða haka við aldursstig, grunnþætti, miðla og námsgreinar. Tilgangurinn með listavefnum er að gefa nemendum innsýn í heim sjónlista, textíls og hönnunar og kynna fyrir þeim íslenska listamenn og frumkvöðla á þessum sviðum. Fjallað er um 11 miðla, sögu þeirra, upphafsmenn og helstu einkenni. Þeir miðlar eru: bóklist, grafík, hönnun, leirlist, ljósmyndun, málaralist, nýir miðlar, samklipp, skúlptúr, teikning og textíll. Hægt er að kynna sér listasöguna allt frá hellalist til dagsins í dag og er aragrúi af listaverkum á vefnum sem glæða söguna lífi. Listavefurinn er einkum fyrir kennara og nemendur á unglingastigi en nýtist öllum þeim sem áhuga hafa á listum og menningu. LEIRMÓTUN – KERAMIK FYRIR ALLA Handbók um undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar. Kennarar og nemendur geta nýtt sér efni bókarinnar á meðan þeir eru að ná tökum á vinnubrögðum og tækni. Á vef stofnunarinnar er bókin sett upp sem rafbók, þar sem meðal annars er hægt að horfa á stutt myndbönd sem sýna mismunandi aðferðir við leirmótun. Á vefnum eru einnig verkefni sem fylgja bókinni; Leirmótun – verkefni fyrir alla. Um er að ræða hefðbundin verkefni og verkefni með nýja nálgun á leirmótun í skólastarfi. Þau eru miðuð við ákveðin aldursstig en mörg þeirra má létta eða þyngja svo að þau falli að öðrum aldursstigum, veruleika kennslustofunnar og þörfum nemenda. LISTASAGA – FRÁ HELLALIST TIL 1900 Í bókinni er fjallað um myndlist, húsagerðarlist og höggmyndalist frá fornöld fram til 1900. Þegar listasagan er skoðuð má sjá að hvert tímabil hefur sitt yfirbragð, sinn stíl og stefnu. Áhugavert er að velta fyrir sér hvað einkennir hvern tíma og skoða hver þróunin hefur verið í aldanna rás. Kennsluleiðbeiningar eru á vef. KVEIKJUR FYRIR SKAPANDI SKÓLASTARF Bókin samanstendur af fjölbreyttum kveikjum sem er fyrst og fremst ætlað að vekja áhuga nemenda á hugmyndavinnu og sjálfstæðri sköpun auk þess að gera þá forvitna um viðfangsefnið. Kaflarnir skiptast í línur, form, liti og áferð og eru hugmyndir fyrir rannsókn, dýpkun, úrvinnslu, faglegt samhengi og umræður. Hægt er að tengja kveikjurnar við fjölbreytt viðfangsefni, á getustigi og áhugasviði hvers og eins. Bókin hentar nemendum á öllum skólastigum. SKÓLASTIG: YNGSTA STIG, MIÐSTIG, UNGLINGASTIG Leirmótun-verkefni fyrir alla Efnisyfirlit Til lesenda Fjall Sushi Askur Flísar Skál og mynsturgerð Bolli Hús Skjaldbökur, slöngur og snákar Boxið hennar Pandoru Kryddjurtapottar Skór Diskur – í pappa og leir Köngulær Spíralaskál Diskur – með skreytingu Myndbandagerð Tölur og hnappar Leirmótun – keramik fyrir alla – 8730 Menntamálastofnun 2016 – Til lesenda – CC BY NC Kristín Ísleifsdóttir Leirmótun – keramik fyrir alla Leirmótun – keramik fyrir alla – er handbók um undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar. Kennarar og nemendur geta nýtt sér efni bókarinnar á meðan þeir eru að ná tökum á vinnubrögðum og tækni. Bókinni er jafnframt ætlað að gefa nemendum tækifæri til sjálfstæðrar vinnu sem á að hvetja þá til eigin sköpunar. Leirmótun getur bæði verið handverk og listaverk og þannig hefur það verið í gegnum aldirnar. Að tjá sig myndrænt í handverki er manninum eðlislægt og ýmiss konar framfarir á sviði tækni og vísinda eru byggðar á þekkingu og færni í verkmenningu. Höfundur bókarinnar er Kristín Ísleifsdóttir kennari og leirlistakona. Á vef Námsgagnastofnunar er bókin sett upp sem rafbók, þar sem meðal annars er hægt að horfa á stutt myndbönd sem sýna mismunandi aðferðir við leirmótun. Leirmótun – keramik fyrir alla LEIRMÓTUN – KERAMIK FYRIR ALLA 07383
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=