Kynningarskrá 2024

30 ÍSLENSKT TÁKNMÁL NÁMSEFNI Á TÁKNMÁLI Út eru komnar níu bækur sem eru þýddar yfir á táknmál Nemendur hafa þar aðgang að texta og myndum, samhliða myndbandi með táknmálstúlkun: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sér um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál TÁKN MEÐ TALI – ORÐABÓK Orðabók með táknmyndum sem notaðar eru í boðskiptakerfinu Tákn með tali en TMT er tjáningarform ætlað heyrandi fólki sem á við verulega mál- eða talörðugleika að stríða Orðabókin skiptist í tvo hluta Í fyrri hlutanum er sagt frá uppbyggingu og tilgangi TMT ásamt ábendingum um innlögn og þjálfun Í seinni hlutanum er táknasafnið sjálft, alls 790 táknmyndir sem raðað er í nítján efnisflokka Heimilt er að ljósrita táknmyndirnar TÁKN MEÐ TALI - CD Tákn með tali (TMT) er tjáskiptaaðferð sem notuð er með einstaklingum með mál- og talörðugleika Aðferðin byggist upp á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli TMT – VEFUR TMT-forritið er verkfæri fyrir fagfólk og aðra sem nota boðskiptakerfið Tákn með tali með skjólstæðingum sínum Því er ætlað að auðvelda þá miklu vinnu sem oft fylgir gerð náms- og kennsluefnis í tengslum við TMT Í forritinu eru rúmlega 1000 táknmyndir og 3005 orð Orðaforðinn byggist á Tákn með tali – orðabók sem gefin er út hjá stofnuninni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=