Kynningarskrá 2024

28 ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL ÖLL SKÓLASTIG KÆRA DAGBÓK Námsefni fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, einkum miðað við nemendur á aldrinum 8–12 ára sem eru læsir á sínu tungumáli. Efnið samanstendur af: Nemendabókum ásamt kennsluleiðbeiningum, hljóðbókum, verkefnum og ítarefni á vef. EINMITT! LÆRUM ÍSLENSKU 1A Námsefnið er grunnefni í íslensku sem öðru máli og þjálfar öll hæfnisvið tungumálanáms: hlustun, tal, ritun og lestur. Miðað er við að bókin sé kennd á unglingastigi en getur einnig nýst á miðstigi. Önnur bók fyrir fyrsta hæfnistigið (1b) er í bígerð og í framhaldinu verða einnig gefnar út bækur fyrir 2. og 3. hæfnistig. Unnið er eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár, kafla 19.3 og 19.4 og skiptist efnið í lesbók og verkefnabók auk kennsluleiðbeininga á vef þar sem einnig fylgir útprentanlegt fylgiefni og kannanir. ÍSLENSKA STAF FYRIR STAF Námsefnið er ætlað nemendum frá 10 ára aldri sem eru að hefja lestrarnám með latnesku letri. Efnið tekur mið af hæfniviðmiðum forstigs í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla. Hefðbundið lestrarkennsluefni sem samið er fyrir börn með íslensku sem móðurmál hentar ekki þessum hópi nemenda þar sem slíkt efni gerir ráð fyrir að þeir búi yfir töluverðum orðaforða á íslensku. Ætlunin er að gera heildstæðan námsgagnapakka sem mun m.a. innihalda lestrarefni, hlustunarefni og skriftaræfingar. Nemandi öðlast færni í tungumálinu um leið og hann lærir að lesa latneska letrið. ORÐ ERU ÆVINTÝRI Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók sem inniheldur yfir 1000 íslensk og algeng orð þar sem myndir leika stórt hlutverk. Efnið hentar vel í kennslu íslensku sem annars tungumáls, einkum á fyrsta hæfnistigi þar sem grunnorðaforði er kenndur. Bókinni fylgir vefurinn Orðatorg en þar er: • Rafbókarútgáfa af bókinni Orð eru ævintýri. • Hugmyndir að leiðum til að vinna með bókina, annars vegar fyrir leikskóla og hins vegar fyrir grunnskóla, með áherslu á íslensku sem annað tungumál. • Tungumálavefur þar sem orðin úr bókinni eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. • Gagnvirkir orðaleikir til að æfa notkun tungumálsins. Auk þess fylgir efninu mynda- og orðaspjöld sem eru sérstaklega heppileg til talþjálfunar og að festa orðaforða í minni sem og stór myndaspjöld. Leiðbeiningar fylgja með á vef. NÝTT © MMS2024| 7231| © MMS 2024 | 7231 | hús NÝTT NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=