Kynningarskrá 2024

26 ÍSLENSKA UNGLINGASTIG ÍSLENDINGASÖGUR Gísla saga, Laxdæla saga og Kjalnesinga saga eru vinsælar Íslendingasögur sem hér eru endursagðar fyrir unglinga. Auk þess eru Íslendingaþættir sem eru stuttar frásagnir frá miðöldum, einfaldaðir. Í efninu eru orðskýringar, verkefni og umræðuefni. Efnið samanstendur af lestrarbókum, rafbókum, hljóðbókum og kennsluleiðbeiningum á vef. KVEIKJUR, NEISTAR OG LOGAR Bókin Kveikjur var áður gefin út í tveimur heftum en var endurskoðuð og sett saman í eina bók. Lögð er áhersla á nám í gegnum leik, sköpun, skynjun og rannsóknarvinnu á tungumálinu og samfélaginu. Í Neistum snýst íslenskunámið um leik, sköpun, skynjun, rannsóknarvinnu á tungumálinu og öllu okkar umhverfi. Í Logum fá nemendur meðal annars tækifæri til að kynna sér bókmenntahugtök, bókmenntastefnur, myndasögur og Íslendingasögur, kvikmyndir og leikritun. Eins og í fyrri bókum er haldið áfram að takast á við íslenskuna með sköpun, skynjun og rannsóknarvinnu. Efnið samanstendur af texta- og verkefnabókum, kennsluleiðbeiningum á vef ásamt rafbókum og hljóðbókum. NEISTAR – Texta- og verkefnabók í íslensku Neistar Texta- og verkefnabók í íslensku NÁMSGAGNASTOFNUN 07106 Neistar Langar þig að leika þér með íslenskuna um leið og þú lærir hana? Finnst þér spennandi að rannsaka tungumálið og nota það á skapandi hátt? Þá eru Neistar námsefni fyrir þig. Í Neistum færðu meðal annars tækifæri til að æfa framsögn, ritun og lestur, taka þátt í umræðum og spá í málfræði og málnotkun. Neistar fylgja í kjölfarið á Kveikjum sem tilheyra sama flokki íslenskuefnis fyrir unglingastig. Höfundar eru Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir. Lára Garðarsdóttir teiknaði myndir. GAGNVIRKAR ÆFINGAR Í STAFSETNINGU Vefurinn er einkum ætlaður mið- og unglingastigi grunnskóla. Efnið byggist annars vegar á æfingum úr gömlum stafsetningarbókum og hins vegar á íslenskum þjóðsögum, kvæðum og ævintýrum. MÁLFARSMOLAR Á vefnum er varpað ljósi á ýmislegt sem aflaga hefur farið í málfari Íslendinga. Hver málfarsmoli fjallar um eitt atriði og kemur með tillögu til úrbóta. Kjalnesinga saga Kjalnesinga saga Kjalnesinga saga 5256 Kjalnesinga saga fjallar um landnám á Reykjavíkursvæðinu. Þar segir annars vegar frá heiðnu norrænu fólki og hins vegar írsku fólki sem er kristið. Í upphafi rísa þar bæði hof og kirkja, átök verða um skeið en þau mál leysast í sögulok. Þá veldur ástin ungum mönnum hugarangri um tíma og keppt er um hylli fallegrar stúlku með nokkuð alvarlegum afleiðingum. Sagan hefur verið stytt lítið eitt og orðfæri á nokkrum stöðum fært nær nútímamáli. Þessi útgáfa er ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Skýringar og verkefni fylgja hverjum kafla og kennsluleiðbeiningar er að finna á heimasíðu Menntamálastofnunar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist þessa útgáfu. Hann kenndi lengi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur auk þess langa reynslu bæði af kennslu í efri bekkjum grunnskólans og námsefnisgerð. Gísla saga Laxdæla saga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=