21 MIÐSTIG ÍSLENSKA MIÐSTIG MÁLRÆKT 1.–3. HEFTI Í bókunum eru ýmiss konar verkefni og æfingar með aðaláherslu á málfræði og ritun en einnig stafsetningu og bókmenntir. FINNBJÖRG Lítil bók um málfræði og stafsetningu, einkum ætluð til íslenskukennslu á miðstigi grunnskóla. MÁLSMIÐJAN Málsmiðjan er gagnvirkur vefur fyrir nemendur sem vilja þjálfa málfræði og stafsetningu. Æfingarnar byggja á sömu efnisþáttum og bókin Finnbjörg og auðvelt er fyrir nemendur og kennara að nýta bókina í tengslum við vefinn. Flestum verkefnum er skipt upp í þrjú erfiðleikastig svo hægt er að velja verkefni við hæfi hvers og eins nemanda. RITUM RÉTT Gagnvirk verkefni einkum ætluð nemendum sem eiga við stafsetningarörðugleika að etja en reynslan hefur sýnt að hægt er að nota þau með góðum árangri fyrir aðra aldursflokka og til almennrar þjálfunar í stafsetningu. SMÁTÍMASÖGUR Í bókinni eru smásögur fyrir nemendur á miðstigi. Sögurnar hafa verið lesnar upp á degi barnabókarinnar. Þær segja m.a. frá mismunandi heimum, farið í heimsókn til álfa, krakkar flakka á milli ólíkra heima og gæludýrin í hverfinu funda stíft þegar nýtt dýr flytur á þúfuna þeirra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=