Kynningarskrá 2024

18 SÖGULANDIÐ Hólmasól er fyrsta bókin í nýjum flokki lestrarbóka sem hægt er að vinna með í íslensku og samfélagsfræði Hún fjallar um kröftuga krakka sem voru uppi á landnámsöld en við sögu koma jafnt þekktir víkingar sem óþekkir ferfætlingar Sögunni er ætlað að gefa lesanda innsýn í líf barna á þeim tíma sem sagan gerist SKRIFT ÍTALÍUSKRIFT Námsefni í skrift fyrir yngsta stig Áhersla er á stafafjölskyldur og á að skrift er hreyfing og farið frá auðveldu kroti til stæðilegrar rithandar Skriftarbækurnar eru alls 8 og þeim fylgir kennsluleiðbeiningar á vef Efni á útleið, dreift á meðan birgðir endast ÍSLENSKA YNGSTA STIG / MIÐSTIG NÝTT SKRIFTAREFNI Námsefnið verður í fjórum þrepum og skiptist í Skrift 1a, 1b, 2a, 2b, 3 og 4 Lögð er áhersla á að auka þátt skriftar og ritunar á fyrstu stigum lestrarnáms og á þrepi 1 er miðað við stafainnlögn lestrarkennsluefnis Síðan hefst þjálfun tengdrar skriftar út frá stafafjölskyldum ásamt hagnýtum verkefnum sem þjálfa stafsetningu og ritun Skrift 2a og 2b eru í vinnslu SKRIFTÍS - LETURGERÐ Skrá með skriftísleturgerðum fyrir kennara sem vilja útbúa meira þjálfunarefni fyrir nemendur SKRIFT - STAFAINNLÖGN Skriftaræfingar til útprentunar fyrir byrjendur út frá stafainnlögn Krotæfingar og stafablöð með öllum stöfum stafrófsins þar sem stafdráttur er sýndur Aftan á hverju æfingablaði eru línur sem nemendur geta nýtt til frjálsrar ritunar NÝTT VÆNTANLEGT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=