Kynningarskrá 2024

14 STAFASPJÖLD OG VEGGSPJALD Ætluð við innlögn bókstafa og hljóða Spjöld í A4 Stafirnir án króka og með krókum Spjöld í A5 Myndir eru þær sömu og á stóru stafaspjöldunum en með krókum Tvö sett af spjöldum eru í pakka Stafrófið – veggspjald Allir stafirnir með og án króka í stærðinni A2 ÍSLENSKI MÁLHLJÓÐAKASSINN Í Íslenska málhljóðakassanum eru flokkar yfir íslenska samhljóða og samhljóðasambönd, bókstafir, myndir og fjölbreyttar hugmyndir að vinnu með efnið Það má nýta til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun Efnið er fáanlegt á vef og í öskju ORÐASJÓÐUR – EFNI TIL MÁLÖRVUNAR Orðasjóður/Adventure Island of English Words skiptist í 28 þemu, svo sem dýr, fólk, líkamshluta, fatnað, mat, tilfinningar, útlit fólks, íþróttir, skólastofuna, heimilið, fjölskylduna o fl Um er að ræða 311 myndaspjöld í stærðinni 15x15 cm Á annað hundrað verkefnablöð, sem hægt er að velja úr, fylgja efninu til útprentunar af vef, bæði á ensku og íslensku Efnið er á útleið, dreift á meðan birgðir endast RITRÚN 1, 2 OG 3 Í bókunum er fengist við byrjunaratriði í ritun, málfræði og stafsetningu fyrir yngsta stig grunnskóla Bækurnar stigþyngjast LEIKUR AÐ ORÐUM 1, 2 OG 3, PDF Bækur á vef, hugsaðar sem upprifjunar- og vinnubækur í lestri og einkum ætlaðar börnum sem eiga við lestrarörðugleika að etja Þær komu fyrst út í byrjun áttunda áratugarins ÍSLENSKA YNGSTA STIG

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=