13 YNGSTA STIG SAMHLJÓÐAR Í HIMINGEIMNUM Vefur ætlaður nemendum á yngsta stigi grunnskólans. Hann er hugsaður sem liður í hlustun og hljóðgreiningu, að greina á milli hljómlíkra samhljóða og samhljóðaklasa, einfaldra og tvöfaldra samhljóða. ELDGRÍMUR Gagnvirkur vefur ætlaður nemendum á yngsta stigi grunnskólans, einkum 7–9 ára börnum. Vefurinn nýtist þó fleirum, til dæmis nemendum með íslensku sem annað tungumál og þeim sem taka hægum framförum í móðurmálinu og þurfa mikla endurtekningu. Á vefnum er farið í stafrófsröð, samheiti og andheiti, að búa til samsett orð, rím, sérnöfn, samnöfn o.fl. BÓKAKISTA Fjölbreytt viðfangsefni ætluð til að efla lestraráhuga og sjálfstæðan lestur nemenda í 1.–4. bekk. Um er að ræða sextán vinnuspjöld í plastvasa. Nemendur velja sjálfir, eða í samráði við kennara, lestrarbók úr kistu sem kennarar hafa valið efni í, vinnuspjald og verkefni sem sótt eru á vef. SKEMMTILEGT OG SÍGILT LESTRAREFNI, PDF Tíu stuttar sögur á lestrarblöðum til að prenta út. ÍSLENSKA YNGSTA STIG SAGAN UM BÓLU 1–10 Tíu æfingahefti í lestri fyrir byrjendur ásamt sögu sem er á vef til útprentunar. Gert er ráð fyrir að í upphafi sé sagan lesin í heild fyrir nemendur en hver hluti svo rifjaður upp áður en heftin eru lesin. VEIÐIFERÐIN 1–5 Fimm æfingahefti í lestri fyrir byrjendur ásamt sögu sem er á vef til útprentunar. Sama nálgun og með Bólu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=