Kynningarskrá 2024

10 LESTRARLANDIÐ – LESTRARKENNSLUEFNI FYRIR BYRJENDUR ÍSLENSKA LEIKSKÓLI / YNGSTA STIG Lögð er áhersla á að námsefnið nái til allra þátta lestrarnámsins: hljóðavitundar, umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings og ritunar. Jafnframt er kappkostað að koma til móts við mismunandi aðferðir og áherslur í lestrarkennslunni. Í efninu er lögð rík áhersla á vandað myndefni sem leið til að örva talmál, vekja hugsun og samræður og æfa nemendur í að deila viðhorfum sínum og hugmyndum með öðrum. Lestrarlandið skiptist í eftirfarandi efni: • Lestrarbók. Á hverri opnu er kenndur einn bókstafur en við hlið hans er mynd sem tengist stafnum. Tveir misþungir textar eru á hverri opnu auk orða. • Sögubók með sögum eftir 13 íslenska höfunda þar sem áhersla er á tiltekinn bókstaf í hverri sögu. Þær eru ætlaðar til upplestrar til að æfa hlustun, hljóðvitund, orðaforða og skerpa athygli. • Hljóðbók með efni sögubókarinnar er á vefnum. • Vinnubækur 1, 1+, 2 og 2+ og er gert ráð fyrir að þær séu unnar samhliða lestrarbókinni. Plúsbækurnar eru léttari útgáfur. • Vefur þar sem er hægt að nálgast myndirnar úr bókinni, varpa á vegg til að skoða saman og ræða um. Velja má um hvort myndirnar eru með eða án texta. ORÐ ERU ÆVINTÝRI Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók sem inniheldur yfir 1000 íslensk og algeng orð þar sem myndir leika stórt hlutverk. Efnið hentar vel í kennslu íslensku sem annars tungumáls, einkum á fyrsta hæfnistigi þar sem grunnorðaforði er kenndur. Bókinni fylgir vefurinn Orðatorg en þar er: • Rafbókarútgáfa af bókinni Orð eru ævintýri. • Hugmyndir að leiðum til að vinna með bókina, annars vegar fyrir leikskóla og hins vegar fyrir grunnskóla, með áherslu á íslensku sem annað tungumál. • Tungumálavefur þar sem orðin úr bókinni eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. • Gagnvirkir orðaleikir til að æfa notkun tungumálsins Auk þess fylgir efninu mynda- og orðaspjöld sem eru sérstaklega heppileg til talþjálfunar og að festa orðaforða í minni sem og stór myndaspjöld. Leiðbeiningar fylgja með á vef. ©MMS 2024| 7231| © MMS 2024 | 7231 | hús NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=