9 UNGLINGASTIG EVRÓPSKA TUNGUMÁLAMAPPAN FYRIR GRUNNSKÓLASTIG Evrópsku tungumálamöppurnar fyrir grunn- og framhaldsskólastig eru gefnar út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vottaðar af Evrópuráðinu í Strasbourg. Möppurnar eru í þremur hlutum sem eru tungumálapassi, námsferilskrá og safnmappa. Efnið er á vef. MOVE ON! OG GO FOR IT! Fjölbreyttir lestrartextar til enskukennslu á unglingastigi. Kennsluleiðbeiningar ásamt verkefnum og hljóðbókum eru á vef. STORIES Frumsamdir lestrartextar í ensku fyrir unglingastig sem líklegir eru til að höfða til áhugasviðs unglinga. Efnið er þemaskipt og býður upp á umræður og skoðanaskipti. Tilvalið er að nýta það þvert á námsgreinar. Efnið er á vef. Stories er nú einnig sem hljóðbók. READ WRITE RIGHT Vefur með fjölbreyttum gagnvirkum æfingum sem byggjast á stuttum frumsömdum textum. Textarnir fjalla um ýmis efni, til að mynda jólin í ólíkum löndum, glæpi, óvenjulegan pakka, þreyttan hund og auðveldar leiðir til sparnaðar. WRITE RIGHT 1 OG WRITE RIGHT 2 Gagnvirkar æfingar í ensku. Þjálfun í orðaforða, ritun og ýmsum málfræðiatriðum. Æfingarnar eru á þremur mismunandi þyngdarstigum. UNGLINGASTIG ENSKA
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=