Kynningarskrá 2023

SAMFÉLAGSGREINAR 67 YNGSTA STIG FRÆÐSLUMYNDIR HJÓLUM OG NJÓTUM! HJÓLUM MEIRA OG NJÓTUM! Fræðslumyndir um hjólreiðar fyrir yngsta og miðstig grunnskóla Í myndunum er fjallað um hjólreiðar sem heilsusamlegan og vistvænan ferðamáta og leiðbeint um ýmis atriði í sambandi við öryggi hjólandi vegfarenda í umferðinni Kennsluleiðbeiningar eru á vef VEGURINN HEIM Heimildarmynd um fjölmenningu á Íslandi, byggð á viðtölum við börn innflytjenda Í myndinni ræða börnin líf sitt og tilveru hér á landi og lýsa upplifun sinni af því að vera á mörkum ólíkra menningarheima Kennsluleiðbeiningar eru á vef KATLA GAMLA Leikin mynd um einelti og fyrirgefningu, með myndinni fylgja kennsluhugmyndir MYNDAMÁTTUR Heildstætt þemaverkefni sem kallast Myndamáttur og er sjónræn og þátttökumiðuð kennsluaðferð Efnið byggist á kennslu- og rannsóknaraðferð sem ber enska heitið photovoice og hefur það markmið að efla raddir ólíkra samfélagshópa með aðstoð ljósmynda Unnið er með fjölbreytt og skapandi ljósmyndaverkefni þar sem áhersla er lögð á að efla gagnrýna hugsun með mynd- og rýmislæsi nemenda Í því felst að skoða hvernig bæði myndrænt og eiginlegt nærumhverfi nemenda getur haft mismunandi áhrif á einstaklinga og hópa Rauði þráðurinn er að styrkja rödd ungs fólks og skapa þeim vettvang til að miðla ólíkri reynslu og upplifunum Hægt er að vinna með efnið þvert á námsgreinar og aldursstig og út frá mismunandi áhersluatriðum MYNDAMÁTTUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=