Kynningarskrá 2023

52 NÁTTÚRUGREINAR ÖLL SKÓLASTIG FJARAN OG HAFIÐ Á vefnum Fjaran og hafið er fróðleikur og myndir af lífverum sem lifa í fjörum og hafinu Á vefnum er gagnvirkt efni fyrir nemendur YRKJUVEFUR Kennsluvefur um skógrækt PLÖNTUVEFURINN Á vefnum er að finna myndir af rúmlega 100 íslenskum plöntutegundum auk fróðleiks um þær FUGLAVEFURINN Á Fuglavefnum má finna fróðleik um 83 tegundir fugla, ásamt gagnvirkum verkefnum fyrir nemendur LOFTSLAGSVERKEFNI Í tilefni Norræna loftslagsdagsins 2010 voru útbúin verkefni til útprentunar tengd loftslagsbreytingum LESIÐ Í SKÓGINN Lesið í skóginn er verkefnabanki með um 60 verkefnum á ýmsum greinasviðum fyrir ýmsa aldurshópa Verkefnin miða að því að tengja nemendur við skóginn og sjá notagildi hans og fegurð í margvíslegri vinnu með og í skógi Í verkefnabankanum er tilgreint hvaða efni og áhöld er unnið með og hvaða markmið er ætlast til að nemendur hafi uppfyllt í lok verkefna verkefnabanki LESIÐ Í SKÓGINN MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI Menntun til sjálfbærni er fræðsluefni fyrir kennara og lengra komna nemendur Námsefnið fjallar um loftslagsmál, lífbreytileika og vistkerfi en fjallar einnig um hvernig hægt sé að mennta nemendur til sjálfbærni og hvernig beita megi umbreytandi kennsluaðferðum til að takast á við þessi málefni Efnið má bæði nota til að fræðast um kennsluaðferðir og hvernig virkja megi nemendur en seinna í efninu er farið í almenna fræðslu um loftslagsbreytingar og lífbreytileika á greinargóðan og skiljanlegan hátt Að lokum fylgja efninu hugmyndir að verkefnum sem hafa verið prufukeyrðar í grunn- og framhaldsskólum landsins MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI VÆNTANLEGT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=