Kynningarskrá 2023

3 UNGLINGASTIG kafli 7.12 – Menningarlæsi, 7.13 – Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og 7.14 – Fjöltyngi Endurskoðun kafla 193 byggir á tungumálaramma Evrópuráðsins og fræðum um tungumálanám Íslenska sem annað tungumál er námsgrein ætluð þeim nemendum sem ekki eiga íslensku sem móðurmál og eru að ná tökum á tungumálinu Markmiðið er að nemendur tileinki sér og læri íslensku þannig að þeir geti stundað alhliða nám í íslensku skólastarfi með jafnöldrum og tekið virkan þátt í samfélaginu Gert er ráð fyrir að nemendur fylgi hæfniviðmiðum í íslensku sem öðru tungumáli í tvö til fjögur ár en eftir það fylgja þeir aðalnámskrá í íslensku samkvæmt aldurstengdum viðmiðum með viðeigandi stuðningi Einnig hafa verið samin matsviðmið í íslensku sem öðru tungumáli sem nýta skal ef nemandi hefur fylgt hæfniviðmiðum kaflans síðasta veturinn í grunnskóla Kaflar 712, 713 og 714 eru einnig mikilvæg viðbót í aðalnámskrá grunnskóla og vonandi skref í átt að því að efla fjölmenningarlegt skólastarf Í kafla 712 segir: „Skólasamfélagið skal einkennast af samvinnu, jöfnuði og lýðræði þar sem öllum líður vel, fjölbreytt menning fær að blómstra, hvatt er til virkrar þátttöku og raddir allra fá að heyrast Leggja skal áherslu á að fjölmenningarleg gildi endurspeglist í verkefnavali, námsgögnum, náms- og kennsluaðferðum og vinnubrögðum í öllu skólastarfi “ Menntamálastofnun og mennta- og barnamálaráðuneytið undirbúa nú í sameiningu innleiðingu nýju námskrárkaflanna en til stendur að gefa út námsefni í íslensku sem öðru tungumáli ásamt öðru hagnýtu efni Einnig verður skólasamfélaginu boðið upp á kynningar og námskeið Tvö fylgirit sem voru unnin samhliða breytingum á aðalnámskrá hafa verið gefin út hjá Menntamálastofnun sem finna má á mms.is en þau eru annars vegar Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli þar sem efni námskrárkafla 19 3 er dýpkað og hins vegar Viðmiðunarstundaskrá í íslensku sem öðru tungumáli Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, stýrði vinnunni við breytingarnar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið Hæfnisvið og hæfnirammar í íslensku sem öðru tungumáli Fylgirit með kafla 19.3 í aðalnámskrá grunnskóla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=