Kynningarskrá 2022

ERLEND TUNGUMÁL 6 Um er að ræða námsefni í dönsku fyrir unglingastig Það samanstendur af grunnbók og tveimur verkefnabókum, sem einnig eru til sem rafbækur Auk þess eru kennsluleiðbeiningar, hlustunaræfingar, skapandi verkefni og hljóðbók á vef Námsefni í dönsku fyrir unglingastig Efnið samanstendur af tveimur verkefnabókum, hlustunar- og talæfingum, hljóðbók og kennsluleiðbeiningum Verkefnabækurnar sem og nemendabókin eru aðgengilegar sem rafbækur á vef SMIL EKKO TEMPO Vefurinn TEMPO er ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum í 6 til 10 bekk Hann skiptist upp í fimm þemu og er áhersla á færniþættina lesskilning, samskipti, ritun og menningarlæsi Fjölbreytt verkefni eru á vefnum og töluverð áhersla er á notkun snjalltækja við lausn þeirra Greinargóðar leiðbeiningar fylgja hverju og einu forriti Hæfni nemenda í færniþáttunum er mismikil, byrjunarreitur er ekki sá sami hjá öllum og námshraði mismunandi Því er mikilvægt að nemendur fái efni við hæfi Hver kafli er merktur með einni til þremur stjörnum sem táknar þyngdarstig kaflans og miðast við þriggja stiga ramma aðalnámskrár grunnskóla (1 –3 stig): *1 stig **2 stig ***3 stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=