Kynningarskrá 2022

SAMFÉLAGSGREINAR 74 KRISTIN TRÚ Bókin Kristin trú er ætluð til trúarbragðafræðslu á miðstigi grunnskóla Kristni er líkt og önnur trúarbrögð margbreytileg en hér er gerð grein fyrir lúterskri mótmælendatrú eins og hún er þekkt hér á landi Fjallað er um hver helsti boðskapur kristninnar er og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf fólks, hvort sem er í hversdagsleikanum, á hátíðum eða á sérstökum gleði- eða sorgarstundum Kennsleiðbeiningar eru á vef Bókin er einnig til í rafrænni útgáfu TRÚARBRAGÐAVEFURINN Trúarbragðavefurinn kemur til móts við vaxandi fjölmenningu í samfélaginu með það markmið að draga úr fordómum og bæta samskipti manna á milli Trúarbrögð eru mikilvægur þáttur í allri menningu og áríðandi að börn jafnt sem fullorðnir tileinki sér umburðarlyndi gagnvart gildum annarra Á vefnum er að finna kynningu á fimm af áhrifamestu trúarbrögðum heims, gagnvirk verkefni, tenglasöfn og vefleiðangur PÁSKAVEFUR OG JÓLAVEFUR Á páskavefnum má finna fróðlegar upplýsingar um ýmislegt er tengist páskahátíðinni Á jólavefnum má finna jólasögur og margs konar fróðleik sem tengist aðventunni og jólahátíðinni GOÐSAGNIR OG ÍSLENDINGASÖGUR Goðsagnir: Það er sama hvert litið er á Íslandi, alls staðar eru bókmenntirnar nálægar Land, sem í krafti einstæðs landslags skrifar sjálft sínar eigin sögur Íslendingasögur: Á 13 öld var farið að skrásetja sögu landnámsmanna og þessar frásagnir, Íslendingasögurnar, eru enn með verðmætustu dýrgripum íslenskrar sögu Þær fjalla um ást, átthagabönd, hefnd og dauða Fræðslumyndin hentar til kennslu í trúarbragðafræði, samfélagsgreinum og íslensku TRÚARBRAGÐAFRÆÐI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=