Kynningarskrá 2022

SAMFÉLAGSGREINAR 73 YNGSTA STIG / MIÐSTIG TÍSLA Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem kunna að eiga sér stað hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt Bókin er fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar Á vefnum eru myndir og nótur með Tísluvísunni TRÚARBRÖGÐIN OKKAR Trúarbrögðin okkar er námsbók í trúarbragðafræði ætluð yngstu bekkjum grunnskólans Hún er til kynningar á fimm trúarbrögðum: búddatrú, hindúatrú, kristni, íslam og gyðingdómi Bókin lýsir trúarbrögðum frá sjónarhóli barna í sama bekk Annað hlutverk hennar er að sýna að börn og fullorðnir geta umgengist, verið vinir og samt haft ólíka siði, venjur og trú Kennsluleiðbeiningar, hljóðbók og sögurammi eru á vef TRÚARBRÖGÐ MANNKYNS YNGSTA STIG / MIÐSTIG TRÚARBRAGÐAFRÆÐI Flokkurinn Trúarbrögð mannkyns er ætlaður til trúarbragðafræðslu á miðstigi grunnskóla Rakin er saga trúarbragða, sagt frá helstu guðunum, helgiritum, siðum og hátíðum Einnig er sagt frá útbreiðslu trúarbragðanna og trúfélögum hér á landi Búddatrú, Gyðingdómur, Hindúatrú, Íslam og Kristin trú. Hljóðbækur og kennsluleiðbeiningar með ýmsum fróðleik, verkefnum, föndurverkefnum, spurningum og svörum eru á vef FRÆÐSLUMYNDIR Í FLOKKNUM TRÚARBRÖGÐ MANNKYNS Í hverri mynd er sagt frá fjölskyldu og ýmsum siðum er tengjast trú hennar Fléttað er inn upplýsingum um trúarbrögðin, svo sem um stofnanda trúarinnar og upphaf hennar, útbreiðslu, trúarskyldur, guðshús og helgistaði Bahá´í trú, Búddatrú, Gyðingdómur, Hindúatrú, Íslam, Kristin trú, Kínversk lífsspeki, Síkatrú.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=