Kynningarskrá 2022

SAMFÉLAGSGREINAR 71 UNGLINGASTIG SAGA 19. OG 20. ALDAR LÝÐRÆÐI OG TÆKNI – SAGA 19. ALDAR Bókin fjallar um sögu 19 aldar með dálitlum aðdraganda og sögulokum fram á 20 öld Sagt er frá stjórnarbyltingum Bandaríkjamanna og Frakka, iðnbyltingu, fólksfjölgun, þéttbýlismyndun, framleiðsluaukningu, verkalýðsbaráttu, þjóðernis- hyggju og þjóðríkjamyndun, heimsvaldastefnu og nýlendupólitík Rakið er hvernig Íslendingar tóku þátt í þessari þróun, stundum á sérstæðan hátt, fram til stofnunar lýðveldis árið 1944 Gunnar Karlsson þýddi bókina og skrifaði kafla um Íslandssögu í staðinn fyrir sögu Norðmanna í frumútgáfunni STYRJALDIR OG KREPPA – SAGA 20. ALDAR I Bókin Styrjaldir og kreppa spannar sögu fyrri hluta 20 aldar, frá því að farþegaskipið Titanic sökk árið 1912 og til loka seinni heimsstyrjaldar 1945 Fjallað er rækilega um heimsstyrjaldirnar tvær, um vöxt verkalýðshreyfingar, byltinguna í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna, um velmegun, framfarir og lífsstíl á þriðja áratug aldarinnar, efnahagskreppu á hinum fjórða og valdatöku nasista í Þýskalandi FRELSI OG VELFERÐ – SAGA 20. ALDAR II Bókin Frelsi og velferð er framhald bókarinnar Styrjaldir og kreppa Þessar bækur eru þýddar úr norsku og staðfærðar eftir föngum Frelsi og velferð fjallar um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram undir hrunið 2008 Sagt er m a frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, kaldastríðsárunum, átökum í Vestur- og Mið-Asíu, sjálfstæði nýlendna, sameiningu Evrópu og Íslandi í veröld nútímans Ný og uppfærð útgáfa kom út haustið 2019 SÖGUEYJAN 1 Miðaldasaga á Íslandi frá 870–1520 Einnig til sem rafbók SÖGUEYJAN 2 Lokaskeið miðalda og fyrstu aldir nýaldar í sögu Íslands Einnig til sem rafbók SÖGUEYJAN 3 Saga Íslands á 20 öld Einnig til sem rafbók VERKEFNAHEFTI – SÖGUEYJAN 1–3 Fjölbreytt og skapandi verkefni úr öllum þremur kennslubókunum Um er að ræða verkefni sem kennarar geta notað t d í hópvinnu og paravinnu Bókaflokknum fylgja kennsluleiðbeiningar og verkefni til útprentunar ásamt hljóðbókunum á vef UNGLINGASTIG SAGA SÖGUEYJAN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=