Kynningarskrá 2022

SAMFÉLAGSGREINAR 70 SÖGUGÁTTIN – ÞEMAHEFTI Sögugáttin er safn þemahefta fyrir 7 –10 bekk grunnskóla Hvert hefti er 32 bls Fræðandi textar og fjölbreytt verkefni Bækurnar eru allar til sem flettibækur á neti FJÖLSKYLDAN Á 20. ÖLD Sagt er frá lífi og störfum fjölskyldunnar sem hafa breyst í tímans rás FYRSTU SAMFÉLÖG Sagt frá landnámi vítt og breitt um heiminn Hvernig þorp og bæir byggðust upp, menningin breyttist og störfum fjölgaði TÆKNI OG FRAMFARIR Sagt er frá tækniþróun á Vesturlöndum á 20 öld Stórfelldar framfarir verða á stuttum tíma svo sem í samgöngum, tækni og læknisfræði VILLTA VESTRIÐ Fjallað um fyrstu árin í sögu Bandaríkja Norður-Ameríku Velt upp af hverju landsvæðið var stundum kallað Villta vestrið ROKK OG RÓTTÆKNI Fjallað um sögu ´68 kynslóðarinnar Það er sagt frá því þegar ungt fólk kom fyrst fram sem samstæður hópur með eigin menningu og baráttumál Unglingamenningin hófst og kynslóðabilið jókst BLESSAÐ STRÍÐIÐ Blessað stríðið fjallar um það hvernig íslenskt samfélag breyttist á tímum seinni heimsstyrjaldar Íslendingar kölluðu seinni heimsstyrjöldina stundum „blessað stríðið“, vegna þeirrar hagsældar sem varð hér á landi á meðan á því stóð RÓMANSKA-AMERÍKA Þemaheftið Rómanska-Ameríka fjallar stuttlega um líf fólks í Mið- og Suður-Ameríku frá landnámi, fram til ársins 1500 FÓLK Á FLÓTTA Í þemaheftinu Fólk á flótta er leitast eftir að varpa ljósi á stöðu flóttafólks á 21 öldinni Kjarni heftisins er saga af flótta fjölskyldu frá Sýrlandi til Íslands Sagan er skáldsaga en byggð á raunverulegri sögu Í þemaheftinu eru málefni flóttafólks sem kemur hingað til lands til skoðunar GRIKKLAND HIÐ FORNA Vagga lýðræðis er á skaga við Miðjarðarhafið, þar sem fyrstu skref mannkyns í átt að lýðræðislegu samfélagi voru stigin fyrir um 2 500 árum Sagan af hinu forna Grikklandi, frá Mýkenu til Alexanders mikla, er spennandi, uppfull af ævintýrum, þjóðsögum og mikilvægum sögulegum atburðum Í þessu þemahefti skoðum við sögu Grikklands hins forna Bókin hentar nemendum á unglingastigi grunnskóla MIÐSTIG / UNGLINGASTIG SAGA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=