Kynningarskrá 2022

SAMFÉLAGSGREINAR 64 ÉG OG SJÁLFSMYNDIN Í bókinni ÉG OG SJÁLFSMYNDIN er fjallað um ýmislegt í nærumhverfi nemandans Hún skiptist í 8 sjálfstæða kafla Einn kaflinn fjallar um sjálfsmyndina og velt er upp spurningunni hver er ég og af hverju er ég eins og ég er Síðan tekur við umfjöllun um félagsmótun, helstu félagsmótunaraðila og hópa sem við tilheyrum Þarnæst er fjallað um lýðheilsumál eins og mataræði, hreyfingu og svefn og áhrif þessara þátta á andlega líðan Kynþroski og klám fá sína umfjöllun, svo og ýmis vandamál í nærumhverfinu svo sem ofbeldi og vímuefni Bókin endar síðan á stuttum kafla með hugleiðingum um hvað þú vilt verða en starfs- og menntunarmöguleikar hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir og nú á dögum Kennsluleiðbeiningar fylgja á vef MMS STOPP OFBELDI! Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á hvergi að eiga sér stað í íslensku samfélagi Með forvörnum er leitast við að fyrirbyggja kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og draga úr þeim skaða sem slík háttsemi hefur á þolendur og aðstandendur þeirra Á vefnum Stopp ofbeldi! er að finna hugmyndir að fræðsluefni fyrir börn, foreldra og starfsfólk um kynbundið ofbeldi og áreiti Listinn er settur saman út frá aldri barna en að sjálfsögðu getur margt af efninu hentað hinum ýmsu skólastigum Það er flokkað í efni fyrir börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla, nemendur á miðstigi, unglingadeild og framhaldsskóla Bækur sem bent er á er bæði hægt að kaupa hjá bóksölum og fá þær að láni á bókasöfnum OFBELDI GEGN BÖRNUM – HLUTVERK SKÓLA Rafræn handbók sem á að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda Aftast í bókinni er yfirlit yfir náms- og fræðsluefni Bókin var fyrst gefin út árið 2014 en var endurskoðuð 2022 í framhaldi af ályktun alþingis árið 2020 um að fela forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra að koma á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni Forvarnirnar ættu að vera samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og einnig eiga sér stað á frístundaheimilum og félagsmið- stöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi Bók þessi er gott verkfæri í vinnu starfsfólks skóla í þessum málaflokki LÍFSLEIKNI NÝTT NÝTT NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=